Lífið

Stærsta tíma­hylki Ís­lands­sögunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það verður farið aftur í tímann næsta haust.
Það verður farið aftur í tímann næsta haust.

Eva Ruza heldur 80's og 90´s ball þar sem allra bestu lögin verða tekin og þú mátt koma. Sindri hitti Evu og fór yfir málið í Íslandi í dag í vikunni.

Um er ræða tónleikarnir Aftur til fortíðar sem verða haldnir í N1 höllinni á Hlíðarenda þann 20. september. Þeir Franz Gunnarsson og Björgvin Þór Rúnarsson eru skipuleggjendur tónleikanna.

„Við ætlum að búa til stærsta tímahylki Íslandssögunnar,“ segir Franz. En þeir tónlistarmenn sem verða eru:

Stórstjörnur kvöldsins: Limahl, Technotronic með Eric Martin, Sash!, N-Trance, Corona, Culture Beat, The Outhere Brothers, Svala Björgvins og Steed Lord, DJ Kiddi Bigfoot og Dj Daddi Disco.

„Þeir ætla gera súperdúberrisashow hérna,“ segir Eva Ruza.

„Ég kynntist svona verkefnum þegar ég bjó í Noregi 2012 til 2014 og þar er þetta risastórt. Tískan fer alltaf bara í hringi og þetta er að koma aftur,“ segir Björgvin en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.