Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. maí 2025 12:29 Anthony Albanese forsætisráðherra ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins þegar ljóst var að flokkurinn hlyti fleiri þingsæti en íhaldsmenn. AP/Rick Rycroft Verkamannaflokki Anthonys Albanese, sitjandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur verið lýst sigri í þingkosningum sem fram fóru í nótt. Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi. Ástralía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Peter Dutton oddviti Frjálslynda íhaldsflokksins, helsta stjórnarandstöðuflokksins, gekkst við ósigrinum og óskaði forsætisráðherranum til hamingju. Flokkur Dutton beið ekki aðeins ósigur heldur missti Dutton einnig sæti sitt á þingi til Verkamannaflokksins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Anthony Albanese forsætisráðherra boðaði til þingkosninga í lok mars og stefndi í harða baráttu. Albanese hét því að standa við gefnar skuldbindingar í loftslagsmálum, orkumálum og bregðast við háum framfærslukostnaði ástralsks almennings. Trump hafði sitt að segja Eins og fram hefur komið hefur viðskiptasamband Ástralíu við Bandaríkin vegið þungt í aðdraganda kosninganna en rúmur mánuður er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði tollahækkanir á Ástrali. Áður en Trump var settur í embættið var Íhaldsflokknum spáð öruggum sigri en ljóst er nú að Verkamannaflokkurinn heldur velli. Sjá einnig: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Enn hefur aðeins hluti atkvæða verið talin og því liggur ekki ljóst fyrir hvort Verkamannaflokkurinn haldi meirihluta sínum. Hann verður þó eftir sem áður stærsti flokkurinn á þingi þeirra Ástrala og því heldur Anthony Albanese forsætisráðherrastólnum. Ástralir hafi kosið bjartsýni Albanese, eða Albo eins og hann er gjarnan kallaður, ávarpaði stuðningsfólk sitt í höfuðstöðvum Verkamannaflokksins. Hann sagði Ástrali hafa kosið bjartsýni. „Í dag hefur ástralska þjóðin kosið áströlsk gildi. Sanngirni, metnað og tækifæri fyrir alla. Hún hefur kosið styrkinn til að sýna hugrekki í mótlæti og nauðstöddum örlæti. Og Ástralir hafa kosið framtíð sem stendur vörð um þessi gildi, framtíð sem byggir á öllu því sem sameinar okkur sem Ástrala og öllu því sem gerir þjóð okkar sérstaka í heiminum,“ sagði Albanese stuðningsfólki sínu þegar ljóst varð í hvað stefndi.
Ástralía Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira