Sendu Houston enn á ný í háttinn Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 07:31 Stephen Curry hafði ástæðu til að fagna vel í gærkvöld. Getty/Tim Warner Golden State Warriors slógu Houston Rockets enn á ný út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöld og varð áttunda og síðasta liðið til að komast áfram í 2. umferð. Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn. NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum