Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 10:07 Indverskir hermenn nærri landamærum Pakistan, eftir hryðjuverkaárás í síðasta mánuði. AP Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt. Pakistanar segjast ekki tengjast árásinni með nokkrum hætti og hafa heitið því að verjast öllum árásum. Reglulega hefur komið til skothríðar milli hermanna ríkjanna yfir landamærin frá því árásin var gerð. Sjá einnig: Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Með nýjar þotur, eldflaugar og fleira Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar sem Reuters ræddi við að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Indverjar hafa til að mynda keypt 36 Rafale orrustuþotur frá Frakklandi. Pakistanar hafa einnig keypt nýjar herþotur frá Kína. Það eru J-10 herþotur sem þykja sambærilega öflugar og Rafale þoturnar. Báðar þoturnar geta borið langdræg flugskeyti sem hægt er að nota til að skjóta niður óvinaþotur úr mikilli fjarlægð. Rafale þoturnar geta borið Meteor flugskeytin og J-10 geta borið PL-15 flugskeyti, sem þykja sambærileg. Þá hafa Indverjar keypt S-400 loftvarnarkerfi frá Rússlandi og Pakistan hefur fengið HQ-9 kerfi frá Kína. Ríkin eiga einnig dróna og eldflaugar, bæði stýri- og skotflaugar. Pakistanar hafa til að mynda gert tilraunir með eldflauga bæði í morgun og í gær. Áðurnefndir sérfræðingar eru flestir þeirrar skoðunar að hvorki Indverjar né Pakistanar hafi áhuga á stríði en einhverskonar átök séu líkleg. Komi til þeirra gætu þau stigmagnast hratt. Notkun kjarnorkuvopna þykir þó einstaklega ólíkleg. Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Pakistanar segjast ekki tengjast árásinni með nokkrum hætti og hafa heitið því að verjast öllum árásum. Reglulega hefur komið til skothríðar milli hermanna ríkjanna yfir landamærin frá því árásin var gerð. Sjá einnig: Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Með nýjar þotur, eldflaugar og fleira Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar sem Reuters ræddi við að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Indverjar hafa til að mynda keypt 36 Rafale orrustuþotur frá Frakklandi. Pakistanar hafa einnig keypt nýjar herþotur frá Kína. Það eru J-10 herþotur sem þykja sambærilega öflugar og Rafale þoturnar. Báðar þoturnar geta borið langdræg flugskeyti sem hægt er að nota til að skjóta niður óvinaþotur úr mikilli fjarlægð. Rafale þoturnar geta borið Meteor flugskeytin og J-10 geta borið PL-15 flugskeyti, sem þykja sambærileg. Þá hafa Indverjar keypt S-400 loftvarnarkerfi frá Rússlandi og Pakistan hefur fengið HQ-9 kerfi frá Kína. Ríkin eiga einnig dróna og eldflaugar, bæði stýri- og skotflaugar. Pakistanar hafa til að mynda gert tilraunir með eldflauga bæði í morgun og í gær. Áðurnefndir sérfræðingar eru flestir þeirrar skoðunar að hvorki Indverjar né Pakistanar hafi áhuga á stríði en einhverskonar átök séu líkleg. Komi til þeirra gætu þau stigmagnast hratt. Notkun kjarnorkuvopna þykir þó einstaklega ólíkleg.
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Sjá meira
Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02
Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53
Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56