Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2025 12:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir var valin besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á sinni fyrstu leiktíð í deildinni. Getty Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur svo sannarlega slegið í gegn með Inter á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni í fótbolta og útlit er fyrir að hún verði áfram í deildinni. Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Cecilía kom til Inter að láni frá þýsku meisturunum í Bayern München og hefur spilað svo vel að hún var valin besti markvörður deildarinnar. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno, sérfræðingur um kvennafótboltann á Ítalíu en þó sérstaklega um Juventus, fullyrðir á Twitter að Inter sé núna langt komið með að tryggja sér krafta Cecilíu til frambúðar. Samkvæmt Munno er Inter reiðubúið að greiða Bayern 100.000 evrur fyrir Cecilíu, eða jafnvirði um 15 milljóna króna, sem yrði metverð fyrir markvörð í ítölsku deildinni. Exclusive. Inter are close to definitively acquire Serie A best goalkeeper Cecilia Ran Runarsdottir (🇮🇸, 2003) from Bayern Munich. The deal may be made for over 100k euros. Record deal for a GK pic.twitter.com/lrKYtr1Jh7— Mauro Munno (@Maumunno) May 5, 2025 Cecilía fékk á sig 22 mörk í 22 deildarleikjum með Inter á leiktíðinni en hún varði 81 prósent skotanna sem á hana komu. Hún hélt hreinu í 9 af þessum 22 leikjum. Cecilía, sem er aðeins 21 árs gömul, varði líka tvær af fimm vítaspyrnum sem hún reyndi við. Lið Inter náði öðru sæti í deildinni en Juventus varð ítalskur meistari. Cecilía kom til Bayern München árið 2022, eftir að hafa verið á mála hjá Everton og að láni hjá Örebro í Svíþjóð, og hún skrifaði undir samning við Bayern sem gilda átti til 2026. Þessi fyrrverandi markvörður Aftureldingar/Fram og Fylkis hefur þó aðeins leikið einn deildarleik fyrir aðallið Bayern. Hún lék meira með varaliði félagsins en glímdi auk þess við meiðsli og missti af nánast allri leiktíðinni 2023-24 vegna hnémeiðsla.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira