Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 16:01 Franco Colapinto, aðalökumaður Alpine í Formúlu 1 og Flavio Briatore, nýráðinn liðsstjóri liðsins. Vísir/Samsett mynd Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Formúlu 1 liði Alpine undanfarinn sólarhring. Umdeildur en sigursæll liðsstjóri snýr aftur og þá hefur liðið ákveðið að hrófla ökumannsteymi sínu. Í morgun var það staðfest að ástralski ökumaðurinn Jack Doohan, sem vermt hefur eitt af ökumannssætum Alpine í upphafi yfirstandandi tímabils, yrði skipt út fyrir Argentínumanninn Franco Colapinto sem var fenginn til liðs við Alpine frá Williams fyrir tímabilið eftir að hafa komið inn af þónokkrum krafti með liðinu á síðasta tímabili. ¡VamosFranco! 🇦🇷@FranColapinto will be making the step up to race driver for the next five races. pic.twitter.com/tafrINGm4B— BWT Alpine Formula One Team (@AlpineF1Team) May 7, 2025 Breytingar sem ekki er hægt að segja að komi á óvart þar sem að orðrómur þess efnis að Doohan yrði ekki lengi aðalökumaður Alpine fór á kreik í raun um leið og Colapinto gekk til liðs við liðið. Argentínumaðurinn fær samning sem gildir aðeins næstu fimm keppnishelgar og er það nú undir honum komið að vinna sér inn enn þá lengri samning. En það eru ekki einu breytingarnar hjá franska liðinu. Því í gær var greint frá því að reynsluboltinn Flavio Briatore, sem hefur unnið til heimsmeistaratitla með liðum Benetton og Renault í gegnum tíðina og sinnt hefur ráðgjafahlutverki hjá Alpine, myndi taka við sem liðsstjóri liðsins en Oliver Oakes sem gegndi þeirri stöðu sagði starfi sínu lausu í gær. Briatore er skrautlegur karakter svo ekki meira sé sagt og mörgum ferskt í minni samstarf hans með Fernando Alonso á sínum tíma hjá Renault. Saga Briatore og Formúlu 1 er ekki beint klippt og skorin. Á sínum tíma fékk Ítalinn lífstíðarbann í Formúlu 1 fyrir aðild sína að Crashgate skandalnum svokallaða árið 2008 sem lesa má allt um í greininni hér fyrir neðan: Lífstíðarbanni Briatore var hins vegar aflétt af Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA) árið 2013 og því ekkert sem gat komið í veg fyrir frekari þátttöku hans í mótaröðinni. Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Í morgun var það staðfest að ástralski ökumaðurinn Jack Doohan, sem vermt hefur eitt af ökumannssætum Alpine í upphafi yfirstandandi tímabils, yrði skipt út fyrir Argentínumanninn Franco Colapinto sem var fenginn til liðs við Alpine frá Williams fyrir tímabilið eftir að hafa komið inn af þónokkrum krafti með liðinu á síðasta tímabili. ¡VamosFranco! 🇦🇷@FranColapinto will be making the step up to race driver for the next five races. pic.twitter.com/tafrINGm4B— BWT Alpine Formula One Team (@AlpineF1Team) May 7, 2025 Breytingar sem ekki er hægt að segja að komi á óvart þar sem að orðrómur þess efnis að Doohan yrði ekki lengi aðalökumaður Alpine fór á kreik í raun um leið og Colapinto gekk til liðs við liðið. Argentínumaðurinn fær samning sem gildir aðeins næstu fimm keppnishelgar og er það nú undir honum komið að vinna sér inn enn þá lengri samning. En það eru ekki einu breytingarnar hjá franska liðinu. Því í gær var greint frá því að reynsluboltinn Flavio Briatore, sem hefur unnið til heimsmeistaratitla með liðum Benetton og Renault í gegnum tíðina og sinnt hefur ráðgjafahlutverki hjá Alpine, myndi taka við sem liðsstjóri liðsins en Oliver Oakes sem gegndi þeirri stöðu sagði starfi sínu lausu í gær. Briatore er skrautlegur karakter svo ekki meira sé sagt og mörgum ferskt í minni samstarf hans með Fernando Alonso á sínum tíma hjá Renault. Saga Briatore og Formúlu 1 er ekki beint klippt og skorin. Á sínum tíma fékk Ítalinn lífstíðarbann í Formúlu 1 fyrir aðild sína að Crashgate skandalnum svokallaða árið 2008 sem lesa má allt um í greininni hér fyrir neðan: Lífstíðarbanni Briatore var hins vegar aflétt af Alþjóða akstursíþróttasambandinu (FIA) árið 2013 og því ekkert sem gat komið í veg fyrir frekari þátttöku hans í mótaröðinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira