„Þetta er svona eitraður kokteill” Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:49 Albert segir kjarnorkuvopnin geta dregið úr stigmögnun. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. „Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
„Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25
Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02