Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:43 Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. Vísir/bjarni Augljóst bakslag hefur orðið í baráttu gegn loftslagsbreytingum ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Formaður Landverndar segir brýnt að bregðast við og auka sýnileika. Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“ Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Niðurstöður í nýrri íslenskri kynslóðamælingu voru kynntar á Velsældarþingi í Hörpu í morgun. Í rannsókninni var fólk úr fjórum kynslóðum beðið um að velja þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem þeim finnst mikilvægast að leggja áherslu á. Vekur þar helst athygli að aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældust mikilvægastar hjá öllum kynslóðum fyrir fjórum árum, hefur nú hríðfallið. Til dæmis valdi aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál sem eitt af fimm mikilvægustu málefnunum. Varhugaverð þróun Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, segir um varhugaverða þróun að ræða sem sé ekki aðeins bundin við Ísland. „Þetta kemur kannski ekki beint á óvart. Við höfum verið að sjá þessa þróun um allan heim og ekki síst á Norðurlöndunum. Við höfum rætt við systursamtök okkar um þetta og þau taka eftir því sama. Ég held að þetta gæti tengst því að þau sem hafa hlutverk aðhalds við stjórnvöld hafa verið að minnka.“ Mikill viðsnúningur vegna stríða og heimsfaraldurs Hún nefnir sem dæmi að fjárútlát ríkisins til frjálsra félagasamtaka um loftslagsmál og mannréttindi hafi dregist saman með árunum. Það minnki sýnileika sem sé mikið áhyggjuefni og fari í raun gegn Árósarsamningnum. „Við eigum að hafa aðild að málum og það á að passa að frjáls félagasamtök hafi bolmagn til að starfa og vera sýnileg og veita stjórnvöldum það aðhald sem þau þurfa. Og vera í því aðhaldshlutverki og líka fjölmiðlar. Ég held að það þurfi bara að gefa í.“ Þá hefur heilsa og vellíðan og friður og réttlæti ekki mælst hærra á síðustu fjórum árum. Að mati Þorgerðar útskýrir stríð og heimsfaraldur síðustu ár þennan viðsnúning. Mikilvæg áskorun sé fram undan. „Þetta er svo mikill viðsnúningur, án þess að gera lítið úr ákveðnum markmiðum. Þá held ég að það þurfi klárlega að passa að engin þeirra lendi á milli skips og bryggju.“
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira