Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2025 10:01 Paul Pierce sést hér á leik með Boston Celtics í TD Garden. Getty/Maddie Meyer Paul Pierce er fyrrum NBA meistari með Boston Celtics en starfar nú sem körfuboltaspekingur í bandarísku sjónvarpi. Hann er greinilega ekki mjög getspakur en tekur aftur á móti ábyrgð á slæmum spám sínum. Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Boston Celtics er ríkjandi NBA-meistari og vann 61 leik í deildarkeppninni. Það bjuggust því flestir að þeir myndu slá út New York Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Boston tapaði hins vegar tveimur fyrstu leikjunum sem voru báðir á heimavelli Celtics. Næstu tveir leikir fara fram í New York og vinni Knicks þá er liðið komið í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Eftir tapið í fyrsta leiknum þá var Pierce svo sannfærður um það að Boston menn myndu svara í leik tvö. Þeir höfðu tapað niður tuttugu stiga forskoti í fyrsta leiknum og hitt hörmulega fyrir utan þriggja stiga línuna. Pierce var svo viss um að Boston tæki næsta leik að hann gaf stórt loforð í beinni útsendingu. „Ef Celtics liðið tapar leik tvö þá lofa ég ykkur því að ég mun labba heim eftir leikinn. Ég verð í sloppnum mínum, skólaus og berfættur. Veðjið húsinu ykkar á þennan leik. Það eru meiri líkur á því að fara út úr húsinu þínu og sjá risaeðlu en að Celtics tapi leik tvö,“ sagði Paul Pierce. Boston náði reyndar aftur tuttugu stiga forskoti í leik tvö en missti það aftur niður og New York Knicks vann leikinn á endanum með einu stigi, 91-90. Pierce fór ekkert í felur þrátt fyrir þessa hörmulegu spá sína og gekk alla leiðina heim. Hann var í sloppinum sínum og göngutúrinn tók hann átta klukkutíma. Pierce birti myndband af sér á göngunni um miðja nótt eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira