Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 13:32 Enzo Maresca aðstoðaði Manuel Pellegrini hjá West Ham United. Hann lék líka undir hans stjórn hjá Málaga. getty/Arfa Griffiths Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, er spenntur fyrir því að mæta sínum gamla lærimeistara, Manuel Pellegrini, í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu. Chelsea og Real Betis mætast í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Wroclaw í Póllandi 28. maí næstkomandi. Maresca og strákarnir hans í Chelsea unnu Djurgården, 1-0, á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í undanúrslitunum í gær. Enska liðið vann einvígið, 5-1 samanlagt. Betis, sem Pellegrini stýrir, þurfti að hafa öllu meira fyrir hlutunum gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina. Ítalarnir unnu fyrri leikinn, 2-1, en Betis jafnaði í seinni leiknum í gær og úrslitin réðust í framlengingu. Abde Ezzalzouli skoraði þar markið sem tryggði Spánverjunum sæti í sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni. Maresca mætti of seint á blaðamannafund eftir leikinn gegn Djurgården þar sem hann var að fylgjast með framlengingunni hjá Betis og Fiorentina. Hann spilaði undir stjóri Pellegrinis hjá Málaga og var svo í þjálfarateymi hans hjá West Ham United. Maresca hlakkar til að mæta Pellegrini í úrslitaleiknum í lok mánaðarins. „Ég er ánægður að mæta Betis, sérstaklega vegna Manuels Pellegrini. Hann er svona fótboltapabbi minn. Svo við verðum mjög glaðir. Ég var með hann í fjögur ár, tvö sem leikmaður og tvö ár sem þjálfari hjá honum,“ sagði Maresca. „Ég veit alveg hvernig hann hugsar um leikmenn en það mikilvægasta er að hann er heiðarlegur. Hann er góð manneskja og reynir alltaf að vera heiðarlegur við sína leikmenn. Og ég reyni að læra mikið af þessari aðferð.“ Sem leikmaður vann Maresca Evrópudeildina í tvígang með erkifjendum Betis, Sevilla. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Chelsea og Real Betis mætast í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Wroclaw í Póllandi 28. maí næstkomandi. Maresca og strákarnir hans í Chelsea unnu Djurgården, 1-0, á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í undanúrslitunum í gær. Enska liðið vann einvígið, 5-1 samanlagt. Betis, sem Pellegrini stýrir, þurfti að hafa öllu meira fyrir hlutunum gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina. Ítalarnir unnu fyrri leikinn, 2-1, en Betis jafnaði í seinni leiknum í gær og úrslitin réðust í framlengingu. Abde Ezzalzouli skoraði þar markið sem tryggði Spánverjunum sæti í sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni. Maresca mætti of seint á blaðamannafund eftir leikinn gegn Djurgården þar sem hann var að fylgjast með framlengingunni hjá Betis og Fiorentina. Hann spilaði undir stjóri Pellegrinis hjá Málaga og var svo í þjálfarateymi hans hjá West Ham United. Maresca hlakkar til að mæta Pellegrini í úrslitaleiknum í lok mánaðarins. „Ég er ánægður að mæta Betis, sérstaklega vegna Manuels Pellegrini. Hann er svona fótboltapabbi minn. Svo við verðum mjög glaðir. Ég var með hann í fjögur ár, tvö sem leikmaður og tvö ár sem þjálfari hjá honum,“ sagði Maresca. „Ég veit alveg hvernig hann hugsar um leikmenn en það mikilvægasta er að hann er heiðarlegur. Hann er góð manneskja og reynir alltaf að vera heiðarlegur við sína leikmenn. Og ég reyni að læra mikið af þessari aðferð.“ Sem leikmaður vann Maresca Evrópudeildina í tvígang með erkifjendum Betis, Sevilla.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira