„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:41 Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin. „Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD. Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
„Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent