Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. maí 2025 21:58 Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Vísir/Einar Símtölum frá fólki í sjálfsvígshugleiðingum til Rauða krossins hefur stórfjölgað á milli ára. Verkefnastjóri segir alvarlegar afleiðingar blasa við ef ekki næst að rétta af yfirvofandi hallarekstur á næstu mánuðum. Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Metfjöldi sjálfsvígssímtala hefur borist neyðarsíma Rauða krossins 1717 það sem af er ári. Samtölin eru jafnframt sögð þyngri og flóknari en áður. „Það voru um 430 sjálfsvígssamtöl fyrir þetta tímabil í fyrra en í ár eru þau komin rúmlega 600 fyrir þetta sama tímabil,“ segir Sandra Björk Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá 1717. Markið þið einhverja ástæðu fyrir því að þeim hafi fjölgað svona mikið á milil ára? „Nei í rauninni er erfitt að segja hver ástæðan er. Fólk er auðvitað kannski frekar að leita sér hjálpar sem er gott. Það er auðvitað bara margt um að vera í heiminum og í samfélaginu og það getur valdið einhverju af þessu.“ Sex hundruð símtöl á fjórum mánuðum gerir um fimm símtöl á dag. Á fyrstu 23 dögum marsmánaðar hafði starfsfólk samband við Neyðarlínu oftar en tuttugu sinnum. Það sé aðeins gert ef talið er að viðkomandi sé í bráðri hættu. „Við erum auðvitað með opið allan sólarhringinn alla daga ársins og þetta er allt að þyngjast. Við þurfum að auka stuðning við okkar sjálfboðaliða og okkar starfsfólk. Við fáum líka mjög mikið af samtölum til okkar á nóttinni. Það eru oft alvarleg og þyngri samtöl sem eru þá að berast,“ segir Sandra Björk. 1717 er oft eina þjónustan sem er í boði á kvöldin og á næturnar sem að börn og ungmenni nýta sér meira en aðrir. Tugi milljóna vanti til að rétta af yfirvofandi hallarekstur. Sandra telur að tryggja ætti reksturinn í fjárlögum þar sem styrkir og önnur framlög dugi ekki til. Alvarlegar afleiðingar blasi við ef ekki næst að brúa bilið. „Þá gætum við þurft að skera niður þessa þjónustu og gætum mögulega þurft að loka á nóttunni. Sem við viljum ekki gera því það eru mikið af samtölum að berast á nóttunni og mjög alvarlegum samtölum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira