Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 11:04 Marteinn Guðmundsson vill gera dagforeldrakerfið skilvirkara. Aðsend Nýr dagforeldravefur hefur litið dagsins ljós. Hann heitir Dagnanna.is og er búinn til af nýbökuðum föður sem sá hvað dagforeldraferlið allt er óskilvirkt og ákvað að taka málin í eigin hendur. Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“ Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Marteinn Guðmundsson tölvunarfræðingur hjá Icelandair vann að vefnum í fæðingarorlofinu sínu segist hafa séð skýra þörf á betri tengingu á milli foreldra og dagforeldra og því þróað þessa lausn í frítíma sínum. Hægt er að fara inn á vefinn með því að smella hér. „Ég eignaðist barn og sá hvernig það var að sækja um hjá dagforeldrum. Það er maus, þú þarft að fara inn á síðu bæjarfélagsins og allir eru með sínar aðferðir við að tengjast. Það er símanúmer og netfang, hringja á þessum tímum eða öðrum. Maður hefur heyrt alls konar hryllingssögur,“ segir hann. Vill auka skilvirkni Á vefnum, sem er ókeypis, geta dagforeldrar sett upp sína eigin síðu og sett þangað inn upplýsingar um starfsemi sína og laus pláss. Þar geta foreldrar einnig leitað að dagforeldrum eftir staðsetningu og sótt um hjá þeim. Marteinn er tölvunarfræðingur að mennt.Aðsend „Ég hugsaði að þetta gæti aukið skilvirkni á þessu kerfi. Af því að það eru einhverjir dagforeldrar sem eru ekki með nein börn og eru að reyna að vekja athygli á sér. Þetta getur líka hjálpað bæjarfélögunum í framtíðinni að greina þörfina eða sjá betur hvað mörg börn eru að bíða. Þau hafa enga yfirsýn yfir þetta núna,“ segir Marteinn. „Dagforeldrar geta skráð dagskýrslur fyrir börnin, svefnvenjur, matartíma og hvort þau eru glöð eða leið eða hvað þau vilja. Foreldrarnir fá þá góða yfirsýn á hverjum degi, hvernig dagur barnsins var,“ segir hann. Foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun Marteinn segir jafnframt að á vefnum fái dagforeldrar betri yfirsýn yfir sína biðlista. Börn detti sjálfkrafa út af biðlistum þegar þau eru samþykkt hjá öðru dagforeldri. Hann fékk nokkra dagforeldra til að vera í prufuhóp fyrir síðuna og segir þá hafa komið með gott innlegg á þróun vefsins. Hann segist vonast til þess að bæjarfélög taki þátt í verkefninu en honum hafa engin svör borist frá þeim enn sem komið er. „Markmið okkar er einfalt: Að allir dagforeldrar á Íslandi verði aðgengilegir á einum stað svo foreldrar geti tekið upplýsta ákvörðun og dagforeldrar nái betur til sinna nærsamfélaga.“
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira