„Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 13:41 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Perla Jóhannsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Þorvaldur Orri Árnason hafa öll framlengt samning sína. KR/Gunnar Sverrisson KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu. KR-ingar voru þarna að ganga frá samningum við uppalda KR-inga sem léku lykilhlutverk með meistaraflokkum félagsins á síðasta tímabili. Þórir til 2027 en Þorri til 2026 Fyrirliði karlaliðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, hefur framlengt samningi sínum til ársins 2027. Auk hans hafa þeir Veigar Áki Hlynsson, Orri Hilmarsson, Lars Erik Bragason og Hallgrímur Árni Þrastarson samið til 2027 og Þorvaldur Orri Árnason (Þorri) til 2026. „Ég er gríðarlega ánægður með þessar undirskriftir. Það er mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu og frábært að við náum að halda í kjarnann í liðinu frá því í fyrra. Við ætlum okkur stóra hluti á næstu árum og ég veit að strákarnir eru tilbúnir í það verkefni,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari karlaliðsins í fréttatilkynningu. Áttum góða spretti í vetur „Ég er mjög ánægður með það að framlengja og geta haldið áfram með þetta verkefni sem við erum í hér í KR. Við áttum góða spretti í vetur en við ætlum okkur meira og ég er spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði hinn öflugi Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. Fyrirliði kvennaliðsins, Perla Jóhannsdóttir, hefur einnig ákveðið að taka slaginn með KR liðinu í Bónus deild kvenna næsta vetur. Auk hennar hafa þær Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Anna Margrét Hermannsdóttir, Lea Gunnarsdóttir og Arndís Rut Matthíasdóttir framlengt samningum sínum við KR til 2027. Að festa KR í sessi í efstu deild „Það er mjög ánægjulegt að vera búin að semja. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og hlakka til að festa KR í sessi í efstu deild kvenna,“ sagði Perla Jóhannsdóttir. „Það er gífurlegt fagnaðarefni fyrir okkur að hafa náð samningum við þessa leikmenn. KR hefur alltaf lagt áherslu á það að ná árangri í krafti okkar uppöldu leikmanna og þetta er stór dagur fyrir félagið. Í báðum liðum erum við að byggja á þessum öfluga kjarna heimafólks og ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili,“ sagði Egill Ástráðsson formaður körfuknattleiksdeilda KR í fyrrnefndri fréttatilkynningu frá KR. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Sjá meira
KR-ingar voru þarna að ganga frá samningum við uppalda KR-inga sem léku lykilhlutverk með meistaraflokkum félagsins á síðasta tímabili. Þórir til 2027 en Þorri til 2026 Fyrirliði karlaliðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, hefur framlengt samningi sínum til ársins 2027. Auk hans hafa þeir Veigar Áki Hlynsson, Orri Hilmarsson, Lars Erik Bragason og Hallgrímur Árni Þrastarson samið til 2027 og Þorvaldur Orri Árnason (Þorri) til 2026. „Ég er gríðarlega ánægður með þessar undirskriftir. Það er mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu og frábært að við náum að halda í kjarnann í liðinu frá því í fyrra. Við ætlum okkur stóra hluti á næstu árum og ég veit að strákarnir eru tilbúnir í það verkefni,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari karlaliðsins í fréttatilkynningu. Áttum góða spretti í vetur „Ég er mjög ánægður með það að framlengja og geta haldið áfram með þetta verkefni sem við erum í hér í KR. Við áttum góða spretti í vetur en við ætlum okkur meira og ég er spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði hinn öflugi Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. Fyrirliði kvennaliðsins, Perla Jóhannsdóttir, hefur einnig ákveðið að taka slaginn með KR liðinu í Bónus deild kvenna næsta vetur. Auk hennar hafa þær Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Anna Margrét Hermannsdóttir, Lea Gunnarsdóttir og Arndís Rut Matthíasdóttir framlengt samningum sínum við KR til 2027. Að festa KR í sessi í efstu deild „Það er mjög ánægjulegt að vera búin að semja. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og hlakka til að festa KR í sessi í efstu deild kvenna,“ sagði Perla Jóhannsdóttir. „Það er gífurlegt fagnaðarefni fyrir okkur að hafa náð samningum við þessa leikmenn. KR hefur alltaf lagt áherslu á það að ná árangri í krafti okkar uppöldu leikmanna og þetta er stór dagur fyrir félagið. Í báðum liðum erum við að byggja á þessum öfluga kjarna heimafólks og ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili,“ sagði Egill Ástráðsson formaður körfuknattleiksdeilda KR í fyrrnefndri fréttatilkynningu frá KR.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Sjá meira