Lalli Johns er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 22:43 Lalli Johns - stjörnuglæpon. Lalli Johns, réttu nafni Lárus Björn Svavarsson, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn Andlát Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn
Andlát Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira