Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 08:01 Jayson Tatum lá sárþjáður eftir að hafa meiðst í ökkla í fjórða leikhluta. Getty/Elsa Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics eru á barmi þess að falla úr keppni í undanúrslitum austurdeildarinnar. Þeir töpuðu 121-113 gegn New York Knicks í gærkvöld og misstu auk þess Jayson Tatum meiddan af velli. Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis. NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis.
NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira