Sport

Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kristín Embla og Hákon kát með verðlaunin sín.
Kristín Embla og Hákon kát með verðlaunin sín. Mynd/Antanas Šakinis Photography

Íslandsglíman fór fram um síðustu helgi en þetta var í 114. skiptið sem mótið fór fram.

Í kvennaflokki er keppt um Freyjumenið og hlýtur sigurvegarinn sæmdarheitið Glímudrottning Íslands. Í karlaflokki er keppt um Grettisbeltið, elsta verðlaunagrip á Íslandi, og hlýtur sigurvegarinn sæmdarheitið Glímukóngur Íslands.

Kristín Embla Guðjónsdóttir frá UÍA stóð uppi sem sigurvegari í keppni um Freyjumenið og hlaut það í fjórða sinn. Keppni kvenna var æsispennandi og þurfti að glíma þriðju umferðina til að skera úr um sigurvegara auk úrslitaglímu um annað sæti.

Úrslit:

1. sæti: Kristín Embla Guðjónsdóttir, UÍA með 2+2 vinninga

2. Heiðrún Fjóla R. Pálsdóttir: HSK með 2+0,5+1 vinninga

3. sæti Elín Eik Guðjónsdóttir: UÍA með 2+0,5+0 vinning

Í karlakeppninni bar Hákon Gunnarsson frá UÍA sigur úr býtum og varð glímukóngur Íslands með fullt hús stiga. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hlýtur Grettisbeltið, en keppnin var hörð og spennandi.

Úrslit:

1. sæti: Hákon Gunnarsson, UÍA með 8 vinninga

2. sæti: Þórður Páll Ólafsson, UÍA með 7 vinninga

3. sæti: Gústaf Sæland, HSK með 5+1 vinning

4. sæti: Gunnar Freyr Þórarinsson, UMSS með 5+0 vinninga

5. sæti: Mattías Örn Kristinsson, UÍA með 4,5 vinninga

6.-7. sæti: Þórhallur Karl Ásmundsson með 2,5 vinninga

6.-7. sæti: Þórarinn Páll Þórarinsson, GFD með 2,5 vinninga

8. sæti: Benóný Kristjánsson, GFD með 1,5 vinninga

9. sæti: Guðjón Óli Inguson, HSK með 0 vinninga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×