Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 15:45 Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks féllu úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar. getty/Justin Casterline Gamla körfuboltagoðið Charles Barkley vill að Giannis Antetokounmpo haldi kyrru fyrir hjá Milwaukee Bucks og klári ferilinn hjá félaginu í stað þess að eltast við meistaratitla annars staðar. Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2. NBA Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2.
NBA Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira