Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 16:31 Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og þjálfarinn Emil Barja sem færði félaginu Íslandsmeistaratitil á fyrsta ári sem aðalþjálfari kvennaliðsins. vísir/Hulda Margrét „Ekki nema að þeir reki mig,“ sagði Emil Barja laufléttur þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari Hauka, eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara kvenna í körfubolta í fyrstu tilraun sem þjálfari. Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira