„Algjört þjófstart á sumrinu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. maí 2025 13:03 Sólin lék við gesti á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum í morgun sem lágu í sólbaði. Vísir/aðsend Gestum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum hefur fjölgað í vikunni og búist við fleiri bætist við um helgina þegar hitinn gæti farið í allt að tuttugu og fimm stig. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir einstaka veðurblíðu hafa verið á svæðinu undanfarið. Blíðskaparveðri er spáð á landinu öllu um helgina og óvenju miklum hlýindum miðað við árstíma. Ef veðurspár ganga eftir gæti hitinn jafnvel náð tuttugu og fimm stigum á Egilsstöðum á laugardaginn. Nokkuð hefur verið um ferðalanga þar í vikunni en í nótt gistu hundrað tuttugu og fimm manns á tjaldsvæðinu. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á von fleiri gestum um helgina. „Það er nú bara hægt og rólega búið að vera fjölga fólki hérna á tjaldsvæðinu alla vikuna og það er búið að vera alveg dásamlegt veður alla vikuna og stefnir í áframhald á því. Maður sér alveg að pöntunum á bókunarsíðunni hefur fjölgað töluvert og símhringingum og annað þannig það er greinilegt að margir hverjir eru að stefna austur í blíðuna hjá okkur.“ Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir oft mikla veðursæld á Egilsstöðum. Vísir/aðsend Hún segir gestina sem dvelja á tjaldsvæðinu í dag bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga í leit að sól. „Þetta er náttúrulega ekki dæmigerður sumarleyfistími hjá Íslendingum sem eru náttúrulega bara fastir með börn enn þá í skóla. Þannig að fólk er ekki jafn sveigjanlegt að stökkva til. Maður sér allavega eldri borgarana okkar sem eru hættir að vinna og margir sem að mér heyrist samt ætla að leggja það á sig að koma alla leið austur um helgina til að fá smá vítamín í kroppinn og sól.“ Tjaldsvæðið sé stórt og nóg pláss fyrir alla sem vilja koma. Þá segir hún þennan mikla hita óvenjulegan miðað við árstíma og veðrið sannkallað sumarveður. „Bara algjört þjófstart á sumrinu og við vonum að þetta sé bara vísbending um það sem koma skal hérna í sumar hjá okkur.“ Veður Tengdar fréttir „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Blíðskaparveðri er spáð á landinu öllu um helgina og óvenju miklum hlýindum miðað við árstíma. Ef veðurspár ganga eftir gæti hitinn jafnvel náð tuttugu og fimm stigum á Egilsstöðum á laugardaginn. Nokkuð hefur verið um ferðalanga þar í vikunni en í nótt gistu hundrað tuttugu og fimm manns á tjaldsvæðinu. Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á von fleiri gestum um helgina. „Það er nú bara hægt og rólega búið að vera fjölga fólki hérna á tjaldsvæðinu alla vikuna og það er búið að vera alveg dásamlegt veður alla vikuna og stefnir í áframhald á því. Maður sér alveg að pöntunum á bókunarsíðunni hefur fjölgað töluvert og símhringingum og annað þannig það er greinilegt að margir hverjir eru að stefna austur í blíðuna hjá okkur.“ Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir oft mikla veðursæld á Egilsstöðum. Vísir/aðsend Hún segir gestina sem dvelja á tjaldsvæðinu í dag bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga í leit að sól. „Þetta er náttúrulega ekki dæmigerður sumarleyfistími hjá Íslendingum sem eru náttúrulega bara fastir með börn enn þá í skóla. Þannig að fólk er ekki jafn sveigjanlegt að stökkva til. Maður sér allavega eldri borgarana okkar sem eru hættir að vinna og margir sem að mér heyrist samt ætla að leggja það á sig að koma alla leið austur um helgina til að fá smá vítamín í kroppinn og sól.“ Tjaldsvæðið sé stórt og nóg pláss fyrir alla sem vilja koma. Þá segir hún þennan mikla hita óvenjulegan miðað við árstíma og veðrið sannkallað sumarveður. „Bara algjört þjófstart á sumrinu og við vonum að þetta sé bara vísbending um það sem koma skal hérna í sumar hjá okkur.“
Veður Tengdar fréttir „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
„Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veðurfræðingur segir dýrlegt veður verða á öllu landinu verða næstu daga. Fólk skuli fara varlega með eld og vökva þær plöntur sem það vill að lifi þurrkatíðina af. 14. maí 2025 21:32