Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 13:11 Ferðamenn fylgjast með ís hrynja úr Perito Moreno-skriðjöklinum af útsýnispalli. Vísir/Getty Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir. Argentína Loftslagsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir.
Argentína Loftslagsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira