Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. maí 2025 11:02 McIlroy átti í vandræðum, sem og félagar hans Scheffler og Schauffele. Scheffler rétti þó úr kútnum og stendur best þeirra þriggja að vígi. Andrew Redington/Getty Images Óvænt staða er á meðal toppmanna eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Sigurstranglegir kylfingar voru margir hverjir í brasi þegar mótið hófst á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu í gær. Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Flestra augu voru á stjörnuholli Rory McIlroy, Scottie Scheffler og Xander Schauffele, en þar er um að ræða nýkrýndan Masters-sigurvegara, efsta mann heimslistans og ríkjandi meistara PGA-meistaramótsins. Allir þrír voru í vandræðum framan af degi, ef ekki hann allan. McIlroy, sem gjarnan kann vel við sig á Quail Hollow-vellinum, náði aðeins í tvo fugla á fyrsta hring, lék á þremur höggum yfir pari og er tíu höggum frá efsta manni. Schauffele lét tveimur höggum betur, er á höggi yfir parinu, en Scheffler var þeirra bestur, náði í tvo fugla á síðustu þremur holunum og er á tveimur undir pari. Jhonattan Vegas átti glimrandi hring og leiðir mótið.Orlando Ramirez/Getty Images Efstur er óvænt Venesúelamaðurinn Jhonattan Vegas. Hinn fertugi Vegas hefur unnið fjögur PGA-mót á 17 ára atvinnumannaferli og aldrei náð hærra en 22. sæti á risamóti – sem hann gerði á PGA-meistaramótinu árið 2016. Hann lék á als oddi í gær og sérlega góður lokahnykkur á hring hans skilaði forystunni. Vegas náði fugli á fimm af síðustu sex holunum og er alls á sjö höggum undir pari vallar, tveimur höggum á undan næstu mönnum. Það eru Bandaríkjamaðurinn Ryan Gerard og Ástralinn Cam Davis sem eru næstir á fimm undir pari. Gerard fékk fjóra fugla og einn örn á holum 10 til 15 en missti dampinn með skolla á bæði 17. og 18. braut. Annar hringur mótsins hefst um hádegisbilið en seinni hluti hans verður sýndur beint á Vodafone Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira