Felix kveður Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2025 19:35 Felix Bergsson í hlutverki fararstjóra í síðasta skiptið. Fyrsta ferðin var til Dusseldorf en sú síðasta til Basel. Felix Bergsson hefur tilkynnt að hann muni ekki snúa aftur í Eurovision-teymi Rúv. Hann hefur sinnt ýmsum störfum í teyminu undanfarin fjórtán ár, verið fjölmiðlafulltrúi og fararstjóri íslenska hópsins, lýst keppninni og verið í stýrihópi Eurovision. Felix var staddur í Düsseldorf í Þýskalandi á leið heim frá Basel þegar hann greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins síðasta vor vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Rúnar Freyr Gíslason fór því sem fararstjóri í keppnina í fyrra en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár, í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu. Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Felix var staddur í Düsseldorf í Þýskalandi á leið heim frá Basel þegar hann greindi frá þessum fréttum á Facebook um sexleytið í kvöld. Hann segir það eiga vel við að millilenda í Düsseldorf eftir síðustu Eurovision-ferð sína því þar hafi ferðalag hans hafist árið 2011 þegar hann fylgdi Vinum Sjonna í keppnina. „Ég hef á þessum árum unnið sem fjölmiðlafulltrúi, þulur, aðstoðarfararstjóri, fararstjóri og sem meðlimur í stýrihópi keppninnar. Og eins og þið sjáið hefur undirritaður ekkert breyst á fjórtán árum,“ skrifar Felix í færslunni og birtir fjórtán ára gamla mynd af sér. Kornótt mynd af Felix í fyrstu Eurovision-ferðinni 2011. Felix greinir jafnframt frá því að hann muni á næstunni rifja upp minningar um hverja og eina ferð. Það sem standi upp úr eftir árin fjórtán sé allt yndislega fólkið sem hann hafi kynnst á þeirri vegferð. Felix sagði sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins síðasta vor vegna forsetaframboðs eiginmanns síns, Baldurs Þórhallssonar. Rúnar Freyr Gíslason fór því sem fararstjóri í keppnina í fyrra en Felix sneri aftur sem fararstjóri í ár, í sitt síðasta skipti. Tökum þátt til að koma fólki á framfæri og öðlast reynslu Felix skrifar um það í færslunni af hverju Ríkisútvarpið tekur þátt í Eurovision. Það sé fyrst og fremst til þess að koma íslenskum listamönnum, lagahöfundum, tónlistarmönnum og söngvurum á framfæri við heiminn. „Þess vegna leitum við eftir samstarfi við íslenska tónlistarbransann og höfum harðari reglur um lagahöfunda og flytjendur en nokkur önnur þjóð. Það er dýrmætt og hverrar krónu virði, hvað sem hver segir,“ skrifar hann. „Við tökum líka þátt til að sækja okkur þá reynslu að vera með í þessari risastóru sjónvarpsframleiðslu, sækja hugmyndir og læra af kollegum okkar. Eurovision er enginn sirkus eins og margir virðast halda. Þetta er gríðarlega flókin dagskrárgerð sem besta fólk í heimi kemur að,“ skrifar Felix. Vonar að málin verði rædd af yfirvegun Felix segist aldrei verða stoltari eða glaðari en þegar hann sjái íslenska listamenn fá ný tækifæri í kjölfar þátttöku í Eurovision. Sumir hafi getað nýtt keppnina til að skapa sambönd og færa feril sinn upp á annað stig, ýmist erlendis eða á Íslandi. Hann stígi nú frá borði, þakklátur fyrir tækifærið, en haldi áfram að fylgjast með af hliðarlínunni. „Umræðan um Eurovision og þátttöku okkar (og annarra) mun halda áfram og ég vona að okkur beri gæfa til að ræða málið af yfirvegun en fyrst og fremst virðingu fyrir listamönnunum okkar sem eru oft berskjölduð í sviðsljósinu.
Eurovision Eurovision 2025 Tímamót Ríkisútvarpið Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“