Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 09:30 Marko Arnautovic dapur á svip eftir að mark hans gegn Lazio var dæmt af. Getty/Severin Aichbauer Svo gæti farið að Inter og Napoli þurfi að spila hreinan úrslitaleik um ítalska meistaratitilinn í fótbolta, samkvæmt reglum sem samþykktar voru fyrir þremur árum, eftir dramatíska næstsíðustu umferð í gær. Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Ítalski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN.
Ítalski boltinn Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira