Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2025 08:06 Jürgen Klopp hlær mögulega bara að fréttunum frá Ítalíu. Getty/Jan Woitas Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka. Ítalski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
Klopp þarf ekki að kynna en þessi fyrrverandi stjóri Liverpool og Dortmund hefur verið yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull síðustu sex mánuði. Samkvæmt frétt La Stampa virtist hann núna tilbúinn að snúa aftur í þjálfun. Miðillinn hefur aftur á móti nú uppfært grein sína og segir að um getgátur hafi verið að ræða, vegna myndbands frá Roma sem sýndi nokkra þekkta staði í Rómarborg. Með því að setja saman fyrsta staf úr heiti hvers staðar mátti nefnilega lesa nafnið Klopp. Forráðamenn Roma hafi nú í morgunsárið hafnað þessum sögusögnum. Áður en La Stampa dró frétt sína til baka hafði fjöldi annarra miðla vísað í greinina. BREAKING: Jurgen Klopp 'agrees shock managerial return' 🚨 pic.twitter.com/0hXxPhM8gB— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) May 20, 2025 Roma kvaddi um helgina með hinn 73 ára gamla Claudio Ranieri, í síðasta heimaleik tímabilsins, en hann tók við liðinu á nýjan leik í nóvember síðastliðnum. La Stampa fullyrti í fyrri frétt sinni að um nokkurn tíma hefði verið stefna Roma að fá Klopp til starfa en að hann hefði verið búinn að gefa öðru félagi loforð, ef það myndi skipta um stjóra. Þegar það hefði ekki orðið raunin hefði hann ekki hikað við að segja já við Roma. Miðillinn gekk meira að segja svo langt að segja að samþykki Klopps hafi komið nákvæmlega klukkan 10:57 á sunnudagskvöld, og að Klopp hefði tjáð eigendum Roma hvernig þyrfti að styrkja liðið fyrir næstu leiktíð með að minnsta kosti sex leikmönnum, en hefur nú dregið frétt sína til baka.
Ítalski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira