Bakslag í veikindi Valgeirs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 10:33 Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir kona hans á góðri stundu. Vísir/Daníel Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson berst fyrir lífi sínu á krabbameinsdeild Landspítalans eftir að bakslag kom í baráttu hans við víðtækt eitlakrabbamein sem hann greindist með árið 2021. Sonur hans segir að tónlistin verði alltaf hans haldreipi í baráttunni. Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023. Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Valgeir greindist fyrst með eitlakrabbamein í maí 2021. Arnar Tómas Valgeirsson segir í færslu á Facebook að eftir ótrúlegan dugnað föður hans í meðferðinni sem á eftir fylgdi hafi verið greint frá því að eitlarnir væru orðnir hreinir. Fjölskylda Valgeirs hefði andað léttar. „Það er þó ekki þar með sagt að pabbi hafi náð fullum bata. Hann hefur aldrei náð þeim þrótti sem hann hafði áður en veikindin sóttu að honum. Þegar tónlistin var annars vegar var hann þó í algleymi og var eins og ekkert hefði í skorist. Krabbameinið er nú komið aftur, enn grimmara en áður,“ segir Tómas. Það sé nú í höndum læknavísindanna að takast á við þennan vágest. „Pabbi er samt furðubrattur - hann hámar í sig spítalalasagna og horfir á hvern Friends þáttinn á fætur öðrum sem fóru fram hjá honum í den. Það er svo víst að tónlistin verður alltaf hans haldreipi í baráttunni,“ segir Tómas og birtir fallega mynd af föður sínum að koma sér fyrir á krabbameinsdeildinni. Óhætt er að segja að Valgeir sé einn afkastamesti tónlistarlistamaður sinnar samtíðar en hann var meðal stofnenda bæði Stuðmanna og Spilverks þjóðanna. Báðar hljómsveitir höfðu djúpstæð áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Hann er ekki aðeins fær með gítarinn heldur liggur eftir hann flóð lagatexta. Hann hefur samið tónlist fyrir bíómyndir og unnið með helstu listamönnum þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Að neðan má sjá þegar Vala Matt heimsótti hjónin Valgeir og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í nóvember 2022. Þá má að neðan heyra viðtal Heimis Karlssonar við Valgeir og Jónatan Garðarsson frá því í fyrra um Spilverk þjóðanna. Hér er svo spjall við Valgeir um lagið The School of Love sem hann söng með vinkonu sinni Völu Eiríks árið 2023.
Landspítalinn Krabbamein Tengdar fréttir Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31 Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins. 25. nóvember 2022 10:31
Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, afhentu formönnunum þremur í ríkisstjórn ljóðagjöf fyrir fund ríkisstjórnarinnar í gær. Textabrot úr laginu Sigurjón digri féll vel í kramið hjá formanni Flokki fólksins, Ingu Sæland. 11. janúar 2025 15:05