Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2025 11:32 Aldrei skal afskrifa Indiana Pacers. getty/Al Bello Það blés ekki byrlega fyrir Indiana Pacers þegar skammt var til leiksloka gegn New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. En Pacers sneri laglega á tölfræðina og vann leikinn. Þegar tvær mínútur og 51 sekúnda lifði leiks kom Jalen Brunson Knicks fjórtán stigum yfir, 119-105. Samkvæmt tölfræði ESPN voru sigurlíkur liðsins þá 99,8 prósent. Þegar 58 sekúndur voru eftir jók Brunson muninn í níu stig, 121-112, og allt benti til þess að Knicks myndi taka forystuna í einvíginu. En Pacers var á öðru máli. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo með ótrúlegu skoti í þann mund sem leiktíminn rann út, 125-125. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Indiana sigurinn en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var fyrir innan þriggja stiga línuna. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Í framlengingunni hafði Pacers svo betur og vann ótrúlegan sigur, 135-138, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Fyrir leikinn höfðu lið sem voru með níu stiga forskot eða meira á síðustu mínútu í 4. leikhluta eða framlengingu unnið 1.414 leiki af 1.414 samkvæmt Elias Sports Bureau. En Indiana breytti því. Aldrei er hægt að afskrifa Pacers en í úrslitakeppninni hefur liðið fjórum sinnum komið til baka og unnið eftir að hafa lent sautján stigum undir. Það er það mesta hjá liði í úrslitakeppni síðan 1998. Þá hefur Indiana þrisvar sinnum komið til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir á lokamínútunni. Indiana hefur einu sinni komist í úrslit NBA, árið 2000, en þá vann liðið einmitt Knicks í úrslitum Austurdeildarinnar, 4-2. Pacers komst einnig í úrslit Austurdeildarinnar í fyrra en laut þá í lægra haldi fyrir Boston Celtics, 4-0. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Þegar tvær mínútur og 51 sekúnda lifði leiks kom Jalen Brunson Knicks fjórtán stigum yfir, 119-105. Samkvæmt tölfræði ESPN voru sigurlíkur liðsins þá 99,8 prósent. Þegar 58 sekúndur voru eftir jók Brunson muninn í níu stig, 121-112, og allt benti til þess að Knicks myndi taka forystuna í einvíginu. En Pacers var á öðru máli. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo með ótrúlegu skoti í þann mund sem leiktíminn rann út, 125-125. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Indiana sigurinn en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var fyrir innan þriggja stiga línuna. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Í framlengingunni hafði Pacers svo betur og vann ótrúlegan sigur, 135-138, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Fyrir leikinn höfðu lið sem voru með níu stiga forskot eða meira á síðustu mínútu í 4. leikhluta eða framlengingu unnið 1.414 leiki af 1.414 samkvæmt Elias Sports Bureau. En Indiana breytti því. Aldrei er hægt að afskrifa Pacers en í úrslitakeppninni hefur liðið fjórum sinnum komið til baka og unnið eftir að hafa lent sautján stigum undir. Það er það mesta hjá liði í úrslitakeppni síðan 1998. Þá hefur Indiana þrisvar sinnum komið til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir á lokamínútunni. Indiana hefur einu sinni komist í úrslit NBA, árið 2000, en þá vann liðið einmitt Knicks í úrslitum Austurdeildarinnar, 4-2. Pacers komst einnig í úrslit Austurdeildarinnar í fyrra en laut þá í lægra haldi fyrir Boston Celtics, 4-0.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira