Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. maí 2025 20:05 Angelika Dedukh, kökuskreytingakona á Selfossi með eina sviðakjamma köku, súkkulaði köku. Hægt er að panta hjá henni svona köku eða aðrar kökur, sem hún töfrar fram. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sviðakjammar eru í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Selfossi en ástæðan er sú að hún galdrar fram dýrindis súkkulaði kökur, sem líta út alveg eins og sviðakjammi. Húsmóðirin hefur varla undan að baka kjammana enda smakkast þeir ótrúlega vel. Í blokk við Fossveg á Selfossi býr Angelika Dedukh, sem er frá Rússlandi en hefur búið að Íslandi í nokkur ár. Hún vinnur á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, en þegar hún er ekki í vinnunni þá er hún að gera allskonar kökuskreytingar, sem er hennar aðal áhugamál og að mála eins og sést á veggjum heimilisins. Hún er algjörlega ómenntuð þegar kemur að kökuskreytingunum og málaralistinni, hún er bara með þetta í genunum. En sviðakjamminn á borðinu hennar vekur mikla athygli, vá hvað hann lítur eðlilega út. „Já ég geri allskonar kökur. Þetta er brúðkaupskaka og þetta er stríðs kaka og hér er mjög skemmtileg sviðakaka, sem krakkar eru duglegir að borða. Kökurnar mínar eru ekki bara kökur heldur meira list og ég elska list,“ segir Angelika. Angelika er líka ótrúlega góð í að teikna og mála myndir eins og sjá má hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Angelika bakar og gerir allskonar kökuskreytingar fyrir Pétur og Pál en það vinnur hún í viðurkenndu eldhúsi hjá GK bakaríi á Selfossi. Það er búið að vera brjálað að gera hjá henni í kringum fermingar og í sumar eru það brúðkaupin. Kannski verða sviðakjammar á borðum þar. Angelika segist elska Ísland en hvað finnst henni best við landið? „Vatnið og súrefnið, náttúran og fólkið, allir eru brosandi og hamingju samir, ég elska Ísland,“ segir Angelika. Angelika er með síðu á Facebook og á Instagram vegna kökuskreytinganna Árborg Rússland Kökur og tertur Myndlist Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Í blokk við Fossveg á Selfossi býr Angelika Dedukh, sem er frá Rússlandi en hefur búið að Íslandi í nokkur ár. Hún vinnur á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi, en þegar hún er ekki í vinnunni þá er hún að gera allskonar kökuskreytingar, sem er hennar aðal áhugamál og að mála eins og sést á veggjum heimilisins. Hún er algjörlega ómenntuð þegar kemur að kökuskreytingunum og málaralistinni, hún er bara með þetta í genunum. En sviðakjamminn á borðinu hennar vekur mikla athygli, vá hvað hann lítur eðlilega út. „Já ég geri allskonar kökur. Þetta er brúðkaupskaka og þetta er stríðs kaka og hér er mjög skemmtileg sviðakaka, sem krakkar eru duglegir að borða. Kökurnar mínar eru ekki bara kökur heldur meira list og ég elska list,“ segir Angelika. Angelika er líka ótrúlega góð í að teikna og mála myndir eins og sjá má hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Angelika bakar og gerir allskonar kökuskreytingar fyrir Pétur og Pál en það vinnur hún í viðurkenndu eldhúsi hjá GK bakaríi á Selfossi. Það er búið að vera brjálað að gera hjá henni í kringum fermingar og í sumar eru það brúðkaupin. Kannski verða sviðakjammar á borðum þar. Angelika segist elska Ísland en hvað finnst henni best við landið? „Vatnið og súrefnið, náttúran og fólkið, allir eru brosandi og hamingju samir, ég elska Ísland,“ segir Angelika. Angelika er með síðu á Facebook og á Instagram vegna kökuskreytinganna
Árborg Rússland Kökur og tertur Myndlist Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira