Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2025 13:02 Scott McTominay smellir kossi á ítalska meistarabikarinn. getty/SSC NAPOLI Nemanja Matic botnaði lítið í þeirri ákvörðun Manchester United að selja sinn gamla samherja, Scott McTominay, til Napoli í fyrra. Serbinn reyndist sannspár. Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Þegar United seldi McTominay til Napoli á síðasta ári tísti Matic: „Mín skoðun er að Manchester United gerði mistök með því að selja Scott McTominay. Í dag er erfitt að fylla skarð svoleiðis leikmanna. [Antonio] Conte er klár maður.“ My opinion is that #manutd made a mistake by selling Scott McTominay , today it is difficult to replace a player like him.Conte is smart man 👍— Nemanja Matic (@NemanjaMatic) August 31, 2024 McTominay skoraði fyrra mark Napoli í 2-0 sigri á Cagliari í gær. Með sigrinum tryggði Napoli sér ítalska meistaratitilinn í annað sinn á þremur árum og fjórða sinn alls. McTominay skoraði tólf mörk í ítölsku úrvalsdeildinni og var valinn verðmætasti leikmaður hennar. „Mér er orða vant. Þetta er ótrúlegt, fórnirnar sem allir leikmennirnir í hópnum hafa fært fyrir málstaðinn. Fólkið á þetta skilið því það hefur stutt við bakið á okkur frá fyrsta degi og það er draumur fyrir mig að koma hingað og upplifa þetta,“ sagði McTominay eftir leikinn í gær. Á meðan McTominay hefur gengið allt í haginn í Napoli og er orðin sannkölluð hetja í augum borgarbúa gengur ekkert hjá gamla liðinu hans. United tapaði fyrir Tottenham, 1-0, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Napoli greiddi United aðeins 25,7 milljónir punda fyrir McTominay sem hafði leikið allan sinn feril með Manchester-liðinu, alls 255 leiki. McTominay skoraði tíu mörk fyrir United á síðasta tímabili en þá varð liðið bikarmeistari.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira