Körfubolti

Elsti leik­maðurinn til að fá MVP at­kvæði

Siggeir Ævarsson skrifar
LeBron James er alltaf léttur
LeBron James er alltaf léttur vísir/Getty

LeBron James hefur skrifað sig í sögubækurnar með allskonar mismerkileg met í gegnum tíðina og bætti einu slíku við á dögunum þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögunni NBA deildarinnar til að fá atkvæði í kjörinu um mikilvægasta leikmann tímabilsins.

James, sem endaði sjötti í kjörinu, verður 41 árs í lok ársins en hann er fæddur þann 30. desember 1984. Sá sem átti metið áður var enginn annar en Michael Jordan en hann var þrettán mánuðum yngri en James er núna þegar hann varð þrettándi í kjörinu tímabilið 2001-2002 þegar hann lék með Washington Wizards, sælla minninga.

Þá er James einnig nú bæði yngsti og elsti leikmaður sem hefur hlotið atkvæði í kjörinu og einnig sá leikmaður sem lengst hefur liðið á milli fyrstu og síðustu atkvæða, eða 21 ár. Næstur í röðinni er Tim Duncan en 17 ára liði á milli þess sem hann fékk fyrst og síðast atkvæði.

LeBron James gæti hæglega bætt í þessi met á næsta tímabili en hann hefur lítið látið hafa eftir sér um hvort skórnir séu á leiðinni á hilluna eftir 22 ár í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×