Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2025 14:04 Grundarbæjarbær leitar nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í bæjarstjórn Grundafjarðarbæjar og íbúum staðarins því nú er stefnt á að byggja upp glæsilegan miðbæ á staðnum. Í því skyni leitar bæjarfélagið nú eftir kauptilboðum í byggingarrétt á miðbæjarreit með góðu útsýni til eins frægasta fjalls í heimi, Kirkjufells eins og segir í auglýsingu vegna kauptilboðanna. Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Grundarfjarðarbær ætlar sér stóra hluti með byggingu nýs miðbæs í miðbæjarreit bæjarfélagsins, sem er vel staðsettur í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, sem er þjóðleið um Snæfellsnes. Stærð lóðarinnar er um 2.500 fermetrar en um er að ræða fjórar samliggjandi lóðir á besta stað í bænum. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veit allt um miðbæjarmálið í Grundarfirði. „Við erum að auglýsa lóðirnar í því skyni að það verði byggð upp miðbæjarþjónusta, þar að segja hús, sem að geta hýst allskonar þjónustu, verslun og síðan íbúðir í bland. Og það er farið aðra leið en við erum kannski vön að fara, að auglýsa bara einfaldlega lóðir og vonast til að einhver sæki um því við erum líka að halda fram þeim gæðum, sem hér er að finna,” segir Björg. Bæjarstjórinn segist hafa tröllatrú á verkefninu í ljósi þess hvað Snæfellsnes er vinsæll staður, ekki síst hjá ferðafólki og að það sé mjög öflug ferðaþjónusta á svæðinu. „Já og við vitum það að Snæfellsnes á mjög mikið inni og við finnum fyrir auknum þunga og áhuga á Snæfellsnesi, þannig að þetta er þá líka okkar leið til að segja að þetta helst í hendur við aðra uppbyggingu eins og beint fyrir ferðaþjónustu,” segir Björg. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Tilboð í lóðirnar verða opnuð fimmtudaginn 5. júní næstkomandi.Aðsend En finnur þú á íbúum í Grundarfirði að þeir séu stemmdir fyrir þessu og vilji fá miðbæ? „Já, við erum auðvitað að vinna eftir aðalskipulagi og í þeirri vinnu á sínum tíma fyrir fyrir 2020 eða í kringum 2020 þá kalla íbúar eftir huggulegum miðbæ og uppbyggingu á miðbæ, eitthvað, sem segir manni að hér sé hjarta bæjarins og þar sé huggulegt og gott að vera,” segir Björg bæjarstjóri. Hér má sjá nokkur kennileiti í Grundarfirði.Aðsend Heimasíða bæjarfélagsins
Grundarfjörður Skipulag Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira