Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2025 15:35 Lando Norris fagnar eftir kappaksturinn í Mónakó í dag. getty/Clive Rose Lando Norris á McLaren hrósaði sigri í Mónakó-kappakstrinum í dag. Þetta var áttunda keppni tímabilsins í Formúlu 1. Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni. Akstursíþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni.
Akstursíþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira