Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 20:53 Jacob Ondrejka skoraði tvö í kvöld, það seinna reyndist sigurmarkið vísir/Getty Úrslitin í fallbaráttu Seríu A réðust í kvöld þar sem þrjú lið reyndu að forða sér frá síðasta fallsætinu. Hið fornfræga lið Parma bjargaði sæti sínu í deildinni fyrir horn en Empoli féll. Lið Monza var löngu fallið og þá átti Íslendingalið Venezia ekki lengur möguleika á að bjarga sér. Baráttan var því á milli Parma, Empoli og Lecce. Fyrir leiki kvöldsins var Parma í bestu stöðunni og dugði jafntefli til að halda sér uppi eða hagstæð úrslit í öðrum leikjum en hin tvö liðin þurfu bæði að sækja sigur. Lecce sótti Lazio heim og komst í 0-1 undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Lassana Coulibaly. Heimamenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en Lazio þurfti á sigri að halda til að tryggja sér Evrópusæti. Þórir Jóhann Helgason kom inn á í liði Lecce í kvöld á 59. mínútu og hjálpaði til við að verja forskotið, lokatölur 0-1. Empoli fékk Verona í heimsókn og tókst ekki að kreista fram sigur þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 1-2. Það blés ekki byrlega hjá Parma í upphafi leiks sem sótti Atalanta heim en staðan var 2-0 á 33. mínútu eftir að Daniel Maldini hafði skorað tvö mörk í röð. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleik. Hinn sænski Jacob Ondrejka slapp svo aleinn í gegn undir lok leiksins og hefði getað tryggt Parma sigurinn en afgreiðslan á færinu var eins og beint úr fjórða flokki, beint á markmanninn. Hann bætti þó fyrir mistökin í uppbótartíma þar sem hann skoraði glæsilegt mark í teignum, sitt annað í leiknum, og tryggði Parma öll þrjú stigin. Lokatölur 2-3. Ítalski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Lið Monza var löngu fallið og þá átti Íslendingalið Venezia ekki lengur möguleika á að bjarga sér. Baráttan var því á milli Parma, Empoli og Lecce. Fyrir leiki kvöldsins var Parma í bestu stöðunni og dugði jafntefli til að halda sér uppi eða hagstæð úrslit í öðrum leikjum en hin tvö liðin þurfu bæði að sækja sigur. Lecce sótti Lazio heim og komst í 0-1 undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Lassana Coulibaly. Heimamenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en Lazio þurfti á sigri að halda til að tryggja sér Evrópusæti. Þórir Jóhann Helgason kom inn á í liði Lecce í kvöld á 59. mínútu og hjálpaði til við að verja forskotið, lokatölur 0-1. Empoli fékk Verona í heimsókn og tókst ekki að kreista fram sigur þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 1-2. Það blés ekki byrlega hjá Parma í upphafi leiks sem sótti Atalanta heim en staðan var 2-0 á 33. mínútu eftir að Daniel Maldini hafði skorað tvö mörk í röð. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleik. Hinn sænski Jacob Ondrejka slapp svo aleinn í gegn undir lok leiksins og hefði getað tryggt Parma sigurinn en afgreiðslan á færinu var eins og beint úr fjórða flokki, beint á markmanninn. Hann bætti þó fyrir mistökin í uppbótartíma þar sem hann skoraði glæsilegt mark í teignum, sitt annað í leiknum, og tryggði Parma öll þrjú stigin. Lokatölur 2-3.
Ítalski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira