Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 07:33 Tyrese Haliburton tapaði boltanum aldrei í nótt og átti algjöran stórleik. Getty/Gregory Shamus Það þarf ansi margt að ganga á til þess að það verði ekki Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder sem spila um NBA-meistaratitilinn í ár. Bæði lið eru nú komin í 3-1 í einvígum sínum, í úrslitum austur- og vesturdeildar. Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira