Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 15:00 Mykhailo Mudryk náði að leika fjóra leiki með Chelsea í Sambandsdeildinni og á því sinn þátt í því að koma liðinu í úrslitaleikinn. Getty/Harry Langer Það kom Enzo Maresca, stjóra Chelsea, í opna skjöldu þegar honum var tjáð á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn við Real Betis í kvöld að Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk hefði sést á götum Wroclaw. Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira