Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Árni Sæberg skrifar 28. maí 2025 16:07 Rannveig Rist, Sema Erla Serdaroglu, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Pavel Ermolinskij, Birgitta Haukdal, Björn Bragi Arnarson og Sigurður Valtýsson eru meðal þeirra ríflega 1.500 sem keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu. Vísir/Sara Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær lista yfir nöfn og kennitölur allra þeirra sem skráðu sig fyrir hlutum í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkissins í Íslandsbanka, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Eftirspurn meðal almennings var gríðarleg og fór fram úr björtustu vonum bæði stjórnenda bankans og ríkisins. Alls skráðu ríflega 31 þúsund einstaklingar sig fyrir hlutum en 1.529 einstaklingar voru stórtækastir og skráðu sig fyrir hlutum fyrir tuttugu milljónir króna. Hvað sem hverjum kann að finnast um ágæti þess að ríkisvaldið birti lista yfir hlutafjáreign fólks, verður hér farið yfir hluta þeirra einstaklinga sem stórtækastir voru í útboðinu. Ljóst er að það er ekki vinnandi vegur að fjalla um alla þá sem skráðu sig fyrir milljónirnar tuttugu og því verður stiklað á afar stóru. Vert er að nefna að Vísi hefur borist til eyrna að talsvert hafi verið um að fjársterkir einstaklingar „söfnuðu kennitölum“ í aðdraganda útboðsins. Því er ekki öruggt að áætla að þeir sem taldir eru upp hér að neðan hafi keypt hlutabréfin fyrir eigin reikning. Leist vel á vöruna sem þeir seldu Fyrsta nafnið sem vakti athygli blaðamanns á listanum var nafn Atla Rafns Björnssonar, eiganda ráðgjafarstofunnar Arma advisory. Áður en hann skellti sér í einkarekstur hafi Atli Rafn verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka frá árinu 2019. Í júlí árið 2023 varð hann þriðji starfsmaður Íslandsbanka til þess að taka pokann sinn eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans ári áður. Svo virðist sem Atli Rafn hafi haft, og hafi enn, tröllatrú á bankanum sem hann tók þátt í að selja. Hann keypti hluti í bankanum fyrir tuttugu milljónir króna og það gerði Emilía Rós Sigfúsdóttir, eiginkona hans, sömuleiðis. Sem áður segir hættu þrír starfsmenn bankans í kjölfar útboðsins árið 2022. Þeirra á meðal var einnig Ásmundur Tryggvason, sem var framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta og er nú forstjóri Styrkáss. Hann keypti í bankanum fyrir 19,926 milljónir króna. Þriðji starfsmaðurinn, sjálfur bankastjórinn Birna Einarsdóttir, lét sér duga að kaupa fyrir eina og hálfa milljón. Fleiri fyrrverandi bankastjórar tóku þátt Birna var ekki eini fyrrverandi bankastjórinn sem tók þátt í útboðinu. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, forvera Íslandsbanka, og einn umsvifamesti fjárfestir landsins, skráði sig fyrir hlutum fyrir tuttugu milljónir króna. Helga Sverrisdóttir, eiginkona hans, gerði það líka og þrjú uppkomin börn þeirra keyptu fyrir alls 46,5 milljónir króna. Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, keypti hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Það gerði fyrrverandi bankastjóri MP banka, Styrmir Þór Bragason, einnig. Þeir Sigurjón eiga það sameiginlegt að hafa hlotið dóm í Hrunmálunum svokölluðu. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa lagt íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna dómanna. Fjölskyldur tóku þátt saman Bjarni Ármannsson og fjölskylda eru ekki einu stórtæku kaupendurnir í útboðinu sem tengjast fjölskylduböndum. Þar ber helst að nefna Sigurð Valtýsson, fjárfesti sem er helst þekktur fyrir að hafa verið forstjóri Exista og samstarf hans við þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni í Bakkavör, og fjölskyldu. Hann keypti fyrir tuttugu milljónir króna. Það gerðu Berglind Skúladóttir Sigurz, spúsa hans, og tvö börn þeirra á þrítugsaldri, einnig. Þá keypti Skúli Eggert Sigurz, faðir Berglindar, fyrir sömu upphæð. Örvar Kærnested, stjórnarmaður í Stoðum, lék svipaðan leik en hann fullnýtti heimild til kaupa í útboðinu ásamt konu sinni, Hörpu Ævarsdóttur, og tveimur börnum þeirra. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, tók þátt í útboðinu fyrir tuttugu milljónir króna, sem og kona hans Björg Hildur Daðadóttir. Bróðir hans, Guðbjartur Flosason gerði það líka. Björg Hildur er stærsti eigandi sjávarútvegsfélagins Jakobs Valgeirs ehf. og Guðbjartur á einnig hlut í félaginu. Í umdeildu hlutafjárútboði árið 2022, sem eingöngu var ætlað fagfjárfestum, keypti Jakob Valgeir ehf. hluti í bankanum fyrir milljarð króna. Hjónin Bárður Hreinn Tryggvason, sem er fasteignasali og einn eigenda hins nokkuð umdeilda ISNIC, og Lilja Hildur Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur keyptu bæði fyrir tuttugu milljónir, sem og tvö uppkomin börn þeirra. Þá má nefna Margeir Steinar Ingólfsson, sem gengur undir listamannsnafninu Dj Margeir. Hann fullnýtti heimild til kaupa í bankanum og það gerðu synir hans tveir líka. Sá yngri þeirra er aðeins nítján ára. Þeir voru ekki einu feðgarnir eða feðginin sem fullnýttu heimild til kaupa. Það gerðu Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og faðir hans og alnafni, sem er kvikmyndamaður og ötull talsmaður Palestínu, og þau Hreggviður Jónsson, stærsti eigandi Veritas, og Alma Rún Hreggviðsdóttir, dóttir hans og eigandi 10 prósenta hlutar í Veritas. Þá þarf ekki að koma neinum á óvart að feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon, eigendur Eyris invest, hafi tekið þátt í útboðinu af fullum þunga. Aðgerðasinnar með aur aflögu Á listanum er einnig að finna Semu Erlu Serdaroglu, stofnanda Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Hún hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir ötula baráttu sína fyrir hælisleitendur hér á landi og nú síðast fyrir að aðstoða flóttafólk frá Palestínu við að komast hingað til lands. Sema Erla keypti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna. Það gerði Murat Ómar Serdaroglu, faðir Semu Erlu, líka. Annar stórtækur kaupandi í bankanum hefur einnig vakið athygli fyrir baráttu fyrir hælisleitendur. Sá heitir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og borgarfulltrúi Pírata. Hann keypti fyrir tuttugu milljónir króna. Lista- og íþróttamenn geta líka keypt hlutabréf Á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir króna er að finna nokkra kaupendur sem var ekki endilega búist við að myndu reiða fram slíkar fjárhæðir fyrir hlutabréfum, það er að segja listamenn og íþróttamenn. Þer ber hæst söngkonunar Birgittu Haukdal og Ragnhildi Gísladóttur. Eiginmaður Birgittu og lögmaðurinn Benedikt Einarsson keypti reyndar líka fyrir tuttugu milljónir, sem og Birkir Kristinsson, eiginmaður Ragnhildar og athafnamaður. Uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson hefur verið umsvifamikill í fjárfestingum meðfram listsköpun sinni og hélt því áfram með því að kaupa fyrir tuttugu milljónir króna. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann kaupir í bankanum. Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því að félag hans, Bananalýðveldið ehf., hefði keypt fyrir sautján milljónir króna í lokaða útboðinu árið 2022. Maðurinn vinstra megin við Björn Braga á myndinni hér að ofan heitir Fannar Ólafsson og er fjárfestir og fyrrverandi körfuboltakempa. Hann keypti líka fyrir tuttugu milljónir króna í þessari lotu. Svo vill til að Þórður Már Jóhannesson, hægra megin við Björn Braga, keypti líka fyrir tuttugu milljónir. Hann er hvorki þekktur fyrir afrek á sviði né íþróttavöllum, en hann er einn þekktasti viðskiptamaður landsins. Á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir króna má einnig sjá Pavel Ermolinskij, fyrrverandi körfuknattleiksmann og -þjálfara. Þar eru einnig fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og núverandi hlaðvarpsmógúllinn Hjörvar Hafliðason og Valdimar Grímsson, handboltakempa og athafnamaður. Af öðrum listamönnum má nefna Ólaf Arnalds tónlistarmann, Söru Dögg Ásgeirsdóttur leikkonu, Helen Málfríði Óttarsdóttur fyrirsætu, Þorvarð Björgúlfsson, eiganda framleiðslufyrirtækisins Kukls, Helga Hrafn Jónsson tónlistarmann og Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara. Tengdasonur Bjarna Það sem olli hvað mestu fjaðrafoki í kringum síðasta útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka var sú staðreynd að faðir þáverandi fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar, Benedikt heitinn Sveinsson, keypti hlut í bankanum. Bjarni sagði af sér í kjölfarið. Fólk sem tengist Bjarna fjölskylduböndum keypti aftur bankanum en í þetta skiptið er ólíklegt að það valdi miklum usla. Ísak Ernir Kristinsson, unnusti Margrétar Bjarnadóttur, dóttur Bjarna, var þar stórtækastur en hann keypti fyrir allar milljónirnar tuttugu. Helga Þóra Bjarnadóttir, dóttir Bjarna, keypti fyrir tvær milljónir og Sunneva Einarsdóttir, unnusta Benedikts Bjarnasonar, sonar Bjarna, keypti fyrir eina milljón króna. Fjárfestar og forstjórar Eins og búast mátti við voru flestir þekktir stórtækir kaupendur í útboðinu fólk sem hefur fjárfestingar og aðra athafnamennsku að atvinnu. Á listanum eru, í engri sérstakri röð, til dæmis Davíð Másson, Finnur Reyr Stefánsson, Gestur Breiðfjörð Gestsson, Gísli Hjálmtýsson, Gunnar Þór Gíslason, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Heiðar Guðjónsson og sonur hans Orri, Sverrir Einar Eiríksson, Þórarinn Arnar Sævarsson, hjónin Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson, Ásgeir Bolli Kristinsson, Ingunn Wernersdóttir, Halldór Kristmannsson, Hannes Þór Smárason, Gísli Hauksson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Ólafsson, Jón Gunnar Bergs, Árni Harðarson og Anna Margrét Jónsdóttir kona hans, Kristján Ingi Mikaelsson, Pálmi Haraldsson, Sigurður Ásgeir Bollason, Sigurður Gísli Pálmason, Skúli Gunnar Sigfússon, Þorlákur Traustason og Geir Magnús Zöega. Sem áður segir keyptu ríflega fimmtán hundruð einstaklingar fyrir tuttugu milljónir króna í útboðinu og því hafa vafalítið nokkrir þekktir fjárfestar farið fram hjá blaðamanni. Lái það honum hver sem vill. Þá eru á listanum þónokkrir forstjórar fyrirtækja, enda skilda það engan undra. Af forstjórum skráðra félaga í Kauphöllinni tóku fjórir þátt í útboðinu af fullum þunga. Það voru þeir Árni Sigurðsson, aðstoðarforstjóri JBT Marel, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Finnur Oddsson forstjóri Haga og Ægir Páll Friðbertsson forstjóri ISI. Viðskiptafélagi Andra Þórs til margra ára og fyrrverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson, keypti líka fyrir tuttugu milljónir króna. Verðandi forstjóri Samherja og einn stærsti hluthafi félagins, Baldvin Þorsteinsson, keypti fyrir tuttugu milljónir. Það gerði náfrænka hans og meðeigandi í Samherja, Dagný Linda Kristjánsdóttir, líka. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, tók þátt og fyrrverandi forstjórarnir Orri Hauksson, hjá Símanum, Ari Edwald, hjá MS, og Guðmundur Marteinsson, hjá Bónus, gerðu það einnig. Rannveig Rist, forstjóri Alcoa, Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða, sem heldur úti Keldunni, og Gunnar Emil Eggertsson, framkvæmdastjóri Hreysti, keyptu fyrir tuttugu milljónir. Það gerðu líka Daði Pálsson, framkvæmdastjóri Laxeyjar í Vestmannaeyjum, og Pétur Kiernan, stofnandi Metta sport. Aðrir Nú er farið að síga á seinni hluta þessarar upptalningar og þá verður farið yfir þá sem passa ekki í þá dilka sem dregið hefur verið í hér að framan. Úr heimi stjórnmálanna er ekki mikið um stórtæka fjárfesta í útboðinu. Þaðan má þó nefna Kristján L. Möller, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og þingmann Samfylkingarinnar til fjölda ára, og bróður Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þá er nýr baktjaldaleikmaður í íslenskum stjórnmálum á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir. Sú heitir Berta Gunnarsdóttir og er glænýr fjármálastjóri Sjálfstæðisflokksins Þá má nefna auglýsingafeðgana Friðrik Rafn og Elías Ými Larsen, Adam Kára Helgason, iðnaðarmann ársins 2023, Ásdísi Ýr Pétursdóttur, forstöðumann samskipta hjá Icelandair, Gyðu Dan Johansen, jógakennara og fyrrverandi eiginkonu Ara Edwald, sem minnst var á hér að framan, Hjalta Má Þórisson, röntgenlækni á Landspítalanum, Örnólf Valdimarsson bæklunarskurðlækni, Ingu Dóru Sigurðardóttur, kennara við Verzló og fyrrverandi skattadrottningu og Börk Arnviðarson, mann hennar, Jón Axel Ólafsson, útvarpsmann á K100 og Maríu Brynhildi Johnson, konu hans, Leó Hauksson, eiganda AXA advisors, og Hugin Þór Grétarsson bókaútgefanda. Loks er á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir reiðinnar býsn af lögmönnum. Þeir eru, meðal annarra, Andri Gunnarsson, Einar Hugi Bjarnason, Elva Ósk Sigurðardóttir Wiium, Guðmundur Óli Björgvinsson, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Kristján Ágúst Flygenring, Linda Björk Bentsdóttir, Reynir Karlsson, Steinar Þór Guðgeirsson og Þórður S Gunnarsson. Þá eru áðurnefnd Ari Edwald, Benedikt Einarsson, Skúli Eggert Sigurz, Magnús Davíð Norðdahl og Berta Gunnarsdóttir lögmenn. Athugasemd: Til að öllu sé til haga haldið upplýsir blaðamaður að hann keypti í útboðinu fyrir 300 þúsund krónur. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær lista yfir nöfn og kennitölur allra þeirra sem skráðu sig fyrir hlutum í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkissins í Íslandsbanka, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Eftirspurn meðal almennings var gríðarleg og fór fram úr björtustu vonum bæði stjórnenda bankans og ríkisins. Alls skráðu ríflega 31 þúsund einstaklingar sig fyrir hlutum en 1.529 einstaklingar voru stórtækastir og skráðu sig fyrir hlutum fyrir tuttugu milljónir króna. Hvað sem hverjum kann að finnast um ágæti þess að ríkisvaldið birti lista yfir hlutafjáreign fólks, verður hér farið yfir hluta þeirra einstaklinga sem stórtækastir voru í útboðinu. Ljóst er að það er ekki vinnandi vegur að fjalla um alla þá sem skráðu sig fyrir milljónirnar tuttugu og því verður stiklað á afar stóru. Vert er að nefna að Vísi hefur borist til eyrna að talsvert hafi verið um að fjársterkir einstaklingar „söfnuðu kennitölum“ í aðdraganda útboðsins. Því er ekki öruggt að áætla að þeir sem taldir eru upp hér að neðan hafi keypt hlutabréfin fyrir eigin reikning. Leist vel á vöruna sem þeir seldu Fyrsta nafnið sem vakti athygli blaðamanns á listanum var nafn Atla Rafns Björnssonar, eiganda ráðgjafarstofunnar Arma advisory. Áður en hann skellti sér í einkarekstur hafi Atli Rafn verið framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka frá árinu 2019. Í júlí árið 2023 varð hann þriðji starfsmaður Íslandsbanka til þess að taka pokann sinn eftir að bankinn samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans ári áður. Svo virðist sem Atli Rafn hafi haft, og hafi enn, tröllatrú á bankanum sem hann tók þátt í að selja. Hann keypti hluti í bankanum fyrir tuttugu milljónir króna og það gerði Emilía Rós Sigfúsdóttir, eiginkona hans, sömuleiðis. Sem áður segir hættu þrír starfsmenn bankans í kjölfar útboðsins árið 2022. Þeirra á meðal var einnig Ásmundur Tryggvason, sem var framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta og er nú forstjóri Styrkáss. Hann keypti í bankanum fyrir 19,926 milljónir króna. Þriðji starfsmaðurinn, sjálfur bankastjórinn Birna Einarsdóttir, lét sér duga að kaupa fyrir eina og hálfa milljón. Fleiri fyrrverandi bankastjórar tóku þátt Birna var ekki eini fyrrverandi bankastjórinn sem tók þátt í útboðinu. Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, forvera Íslandsbanka, og einn umsvifamesti fjárfestir landsins, skráði sig fyrir hlutum fyrir tuttugu milljónir króna. Helga Sverrisdóttir, eiginkona hans, gerði það líka og þrjú uppkomin börn þeirra keyptu fyrir alls 46,5 milljónir króna. Sigurjón Þorvaldur Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, keypti hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Það gerði fyrrverandi bankastjóri MP banka, Styrmir Þór Bragason, einnig. Þeir Sigurjón eiga það sameiginlegt að hafa hlotið dóm í Hrunmálunum svokölluðu. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa lagt íslenska ríkið fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna dómanna. Fjölskyldur tóku þátt saman Bjarni Ármannsson og fjölskylda eru ekki einu stórtæku kaupendurnir í útboðinu sem tengjast fjölskylduböndum. Þar ber helst að nefna Sigurð Valtýsson, fjárfesti sem er helst þekktur fyrir að hafa verið forstjóri Exista og samstarf hans við þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni í Bakkavör, og fjölskyldu. Hann keypti fyrir tuttugu milljónir króna. Það gerðu Berglind Skúladóttir Sigurz, spúsa hans, og tvö börn þeirra á þrítugsaldri, einnig. Þá keypti Skúli Eggert Sigurz, faðir Berglindar, fyrir sömu upphæð. Örvar Kærnested, stjórnarmaður í Stoðum, lék svipaðan leik en hann fullnýtti heimild til kaupa í útboðinu ásamt konu sinni, Hörpu Ævarsdóttur, og tveimur börnum þeirra. Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, tók þátt í útboðinu fyrir tuttugu milljónir króna, sem og kona hans Björg Hildur Daðadóttir. Bróðir hans, Guðbjartur Flosason gerði það líka. Björg Hildur er stærsti eigandi sjávarútvegsfélagins Jakobs Valgeirs ehf. og Guðbjartur á einnig hlut í félaginu. Í umdeildu hlutafjárútboði árið 2022, sem eingöngu var ætlað fagfjárfestum, keypti Jakob Valgeir ehf. hluti í bankanum fyrir milljarð króna. Hjónin Bárður Hreinn Tryggvason, sem er fasteignasali og einn eigenda hins nokkuð umdeilda ISNIC, og Lilja Hildur Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur keyptu bæði fyrir tuttugu milljónir, sem og tvö uppkomin börn þeirra. Þá má nefna Margeir Steinar Ingólfsson, sem gengur undir listamannsnafninu Dj Margeir. Hann fullnýtti heimild til kaupa í bankanum og það gerðu synir hans tveir líka. Sá yngri þeirra er aðeins nítján ára. Þeir voru ekki einu feðgarnir eða feðginin sem fullnýttu heimild til kaupa. Það gerðu Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og faðir hans og alnafni, sem er kvikmyndamaður og ötull talsmaður Palestínu, og þau Hreggviður Jónsson, stærsti eigandi Veritas, og Alma Rún Hreggviðsdóttir, dóttir hans og eigandi 10 prósenta hlutar í Veritas. Þá þarf ekki að koma neinum á óvart að feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon, eigendur Eyris invest, hafi tekið þátt í útboðinu af fullum þunga. Aðgerðasinnar með aur aflögu Á listanum er einnig að finna Semu Erlu Serdaroglu, stofnanda Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Hún hefur vakið talsverða athygli undanfarin ár fyrir ötula baráttu sína fyrir hælisleitendur hér á landi og nú síðast fyrir að aðstoða flóttafólk frá Palestínu við að komast hingað til lands. Sema Erla keypti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna. Það gerði Murat Ómar Serdaroglu, faðir Semu Erlu, líka. Annar stórtækur kaupandi í bankanum hefur einnig vakið athygli fyrir baráttu fyrir hælisleitendur. Sá heitir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður og borgarfulltrúi Pírata. Hann keypti fyrir tuttugu milljónir króna. Lista- og íþróttamenn geta líka keypt hlutabréf Á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir króna er að finna nokkra kaupendur sem var ekki endilega búist við að myndu reiða fram slíkar fjárhæðir fyrir hlutabréfum, það er að segja listamenn og íþróttamenn. Þer ber hæst söngkonunar Birgittu Haukdal og Ragnhildi Gísladóttur. Eiginmaður Birgittu og lögmaðurinn Benedikt Einarsson keypti reyndar líka fyrir tuttugu milljónir, sem og Birkir Kristinsson, eiginmaður Ragnhildar og athafnamaður. Uppistandarinn Björn Bragi Arnarsson hefur verið umsvifamikill í fjárfestingum meðfram listsköpun sinni og hélt því áfram með því að kaupa fyrir tuttugu milljónir króna. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann kaupir í bankanum. Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því að félag hans, Bananalýðveldið ehf., hefði keypt fyrir sautján milljónir króna í lokaða útboðinu árið 2022. Maðurinn vinstra megin við Björn Braga á myndinni hér að ofan heitir Fannar Ólafsson og er fjárfestir og fyrrverandi körfuboltakempa. Hann keypti líka fyrir tuttugu milljónir króna í þessari lotu. Svo vill til að Þórður Már Jóhannesson, hægra megin við Björn Braga, keypti líka fyrir tuttugu milljónir. Hann er hvorki þekktur fyrir afrek á sviði né íþróttavöllum, en hann er einn þekktasti viðskiptamaður landsins. Á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir króna má einnig sjá Pavel Ermolinskij, fyrrverandi körfuknattleiksmann og -þjálfara. Þar eru einnig fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og núverandi hlaðvarpsmógúllinn Hjörvar Hafliðason og Valdimar Grímsson, handboltakempa og athafnamaður. Af öðrum listamönnum má nefna Ólaf Arnalds tónlistarmann, Söru Dögg Ásgeirsdóttur leikkonu, Helen Málfríði Óttarsdóttur fyrirsætu, Þorvarð Björgúlfsson, eiganda framleiðslufyrirtækisins Kukls, Helga Hrafn Jónsson tónlistarmann og Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara. Tengdasonur Bjarna Það sem olli hvað mestu fjaðrafoki í kringum síðasta útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka var sú staðreynd að faðir þáverandi fjármálaráðherra Bjarna Benediktssonar, Benedikt heitinn Sveinsson, keypti hlut í bankanum. Bjarni sagði af sér í kjölfarið. Fólk sem tengist Bjarna fjölskylduböndum keypti aftur bankanum en í þetta skiptið er ólíklegt að það valdi miklum usla. Ísak Ernir Kristinsson, unnusti Margrétar Bjarnadóttur, dóttur Bjarna, var þar stórtækastur en hann keypti fyrir allar milljónirnar tuttugu. Helga Þóra Bjarnadóttir, dóttir Bjarna, keypti fyrir tvær milljónir og Sunneva Einarsdóttir, unnusta Benedikts Bjarnasonar, sonar Bjarna, keypti fyrir eina milljón króna. Fjárfestar og forstjórar Eins og búast mátti við voru flestir þekktir stórtækir kaupendur í útboðinu fólk sem hefur fjárfestingar og aðra athafnamennsku að atvinnu. Á listanum eru, í engri sérstakri röð, til dæmis Davíð Másson, Finnur Reyr Stefánsson, Gestur Breiðfjörð Gestsson, Gísli Hjálmtýsson, Gunnar Þór Gíslason, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Heiðar Guðjónsson og sonur hans Orri, Sverrir Einar Eiríksson, Þórarinn Arnar Sævarsson, hjónin Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson, Ásgeir Bolli Kristinsson, Ingunn Wernersdóttir, Halldór Kristmannsson, Hannes Þór Smárason, Gísli Hauksson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Ólafsson, Jón Gunnar Bergs, Árni Harðarson og Anna Margrét Jónsdóttir kona hans, Kristján Ingi Mikaelsson, Pálmi Haraldsson, Sigurður Ásgeir Bollason, Sigurður Gísli Pálmason, Skúli Gunnar Sigfússon, Þorlákur Traustason og Geir Magnús Zöega. Sem áður segir keyptu ríflega fimmtán hundruð einstaklingar fyrir tuttugu milljónir króna í útboðinu og því hafa vafalítið nokkrir þekktir fjárfestar farið fram hjá blaðamanni. Lái það honum hver sem vill. Þá eru á listanum þónokkrir forstjórar fyrirtækja, enda skilda það engan undra. Af forstjórum skráðra félaga í Kauphöllinni tóku fjórir þátt í útboðinu af fullum þunga. Það voru þeir Árni Sigurðsson, aðstoðarforstjóri JBT Marel, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Finnur Oddsson forstjóri Haga og Ægir Páll Friðbertsson forstjóri ISI. Viðskiptafélagi Andra Þórs til margra ára og fyrrverandi stjórnarformaður Ölgerðarinnar, Októ Einarsson, keypti líka fyrir tuttugu milljónir króna. Verðandi forstjóri Samherja og einn stærsti hluthafi félagins, Baldvin Þorsteinsson, keypti fyrir tuttugu milljónir. Það gerði náfrænka hans og meðeigandi í Samherja, Dagný Linda Kristjánsdóttir, líka. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, tók þátt og fyrrverandi forstjórarnir Orri Hauksson, hjá Símanum, Ari Edwald, hjá MS, og Guðmundur Marteinsson, hjá Bónus, gerðu það einnig. Rannveig Rist, forstjóri Alcoa, Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða, sem heldur úti Keldunni, og Gunnar Emil Eggertsson, framkvæmdastjóri Hreysti, keyptu fyrir tuttugu milljónir. Það gerðu líka Daði Pálsson, framkvæmdastjóri Laxeyjar í Vestmannaeyjum, og Pétur Kiernan, stofnandi Metta sport. Aðrir Nú er farið að síga á seinni hluta þessarar upptalningar og þá verður farið yfir þá sem passa ekki í þá dilka sem dregið hefur verið í hér að framan. Úr heimi stjórnmálanna er ekki mikið um stórtæka fjárfesta í útboðinu. Þaðan má þó nefna Kristján L. Möller, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og þingmann Samfylkingarinnar til fjölda ára, og bróður Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þá er nýr baktjaldaleikmaður í íslenskum stjórnmálum á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir. Sú heitir Berta Gunnarsdóttir og er glænýr fjármálastjóri Sjálfstæðisflokksins Þá má nefna auglýsingafeðgana Friðrik Rafn og Elías Ými Larsen, Adam Kára Helgason, iðnaðarmann ársins 2023, Ásdísi Ýr Pétursdóttur, forstöðumann samskipta hjá Icelandair, Gyðu Dan Johansen, jógakennara og fyrrverandi eiginkonu Ara Edwald, sem minnst var á hér að framan, Hjalta Má Þórisson, röntgenlækni á Landspítalanum, Örnólf Valdimarsson bæklunarskurðlækni, Ingu Dóru Sigurðardóttur, kennara við Verzló og fyrrverandi skattadrottningu og Börk Arnviðarson, mann hennar, Jón Axel Ólafsson, útvarpsmann á K100 og Maríu Brynhildi Johnson, konu hans, Leó Hauksson, eiganda AXA advisors, og Hugin Þór Grétarsson bókaútgefanda. Loks er á lista yfir þá sem keyptu fyrir tuttugu milljónir reiðinnar býsn af lögmönnum. Þeir eru, meðal annarra, Andri Gunnarsson, Einar Hugi Bjarnason, Elva Ósk Sigurðardóttir Wiium, Guðmundur Óli Björgvinsson, Hilmar Garðars Þorsteinsson, Kristján Ágúst Flygenring, Linda Björk Bentsdóttir, Reynir Karlsson, Steinar Þór Guðgeirsson og Þórður S Gunnarsson. Þá eru áðurnefnd Ari Edwald, Benedikt Einarsson, Skúli Eggert Sigurz, Magnús Davíð Norðdahl og Berta Gunnarsdóttir lögmenn. Athugasemd: Til að öllu sé til haga haldið upplýsir blaðamaður að hann keypti í útboðinu fyrir 300 þúsund krónur.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira