Hamilton segir sögusagnir um ósætti vera þvaður Aron Guðmundsson skrifar 30. maí 2025 11:02 Adami og Hamilton í Mónakó um síðastliðna helgi Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökuþór Ferrari, gefur lítið fyrir sögusagnir sem birst hafa í fjölmiðlum um meint ósætti hans og aðal samstarfsmann hans hjá ítalska risanum, Riccardo Adami. Hamilton hefur átt brösótta byrjun hjá Ferrari eftir að hann skipti þangað yfir frá Mercedes fyrir yfirstandandi tímabil. Fyrir utan sigur í sprettkeppni í Kína hefur lítið gott verið að frétta hjá Hamilton innan brautar og hefur bíll Ferrari liðsins ekki verið að hjálpa þar. Greinanlegt hefur verið á samskiptum Hamilton og verkfræðingsins Riccardo Adami á nokkrum tímapunktum yfir tímabilið hingað til að pirringur hefur gert vart við sig hjá Bretanum og samskipti þeirra á meðan á Mónakó kappakstrinum stóð um síðastliðna helgi urðu til þess að sögusagnir um meint ósætti fóru á flug. Adami er maðurinn sem er einhvers konar strategískur ráðgjafi Hamilton yfir keppnishelgar Formúlu 1. Þeir eru í miklum samskiptum á meðan á keppnum Formúlu 1 stendur og geta slík samskipti oft verið erfið. Samband Hamilton og Adami er nýtt af nálinni en Bretinn hafði átt gott samstarf með Peter Bonnington á meðan á tíma hans stóð hjá Mercedes. Aðspurður um hvort það væri eitthvað óútkljáð milli sín og Adami þvertók Hamilton fyrir það. „Ég hef orðið var við þessar sögusagnir. Þetta er kjaftæði. Við eigum gott samstarf,“ svaraði Hamilton en um komandi helgi fer fram keppnishelgi á Spáni. „Það er frábært að vinna með honum. Hann er frábær gæi og við erum að leggja hart að okkur en stundum náum við ekki settu marki hverja helgi.“ Auðvitað erum við ósammála þegar kemur að ákveðnum hlutum, líkt og er í öllum samböndum en við leysum þann ágreining. Við erum í þessu saman, viljum báðir vinna meistaratitil saman og lyfta liðinu upp á næsta stig.“ Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Hamilton hefur átt brösótta byrjun hjá Ferrari eftir að hann skipti þangað yfir frá Mercedes fyrir yfirstandandi tímabil. Fyrir utan sigur í sprettkeppni í Kína hefur lítið gott verið að frétta hjá Hamilton innan brautar og hefur bíll Ferrari liðsins ekki verið að hjálpa þar. Greinanlegt hefur verið á samskiptum Hamilton og verkfræðingsins Riccardo Adami á nokkrum tímapunktum yfir tímabilið hingað til að pirringur hefur gert vart við sig hjá Bretanum og samskipti þeirra á meðan á Mónakó kappakstrinum stóð um síðastliðna helgi urðu til þess að sögusagnir um meint ósætti fóru á flug. Adami er maðurinn sem er einhvers konar strategískur ráðgjafi Hamilton yfir keppnishelgar Formúlu 1. Þeir eru í miklum samskiptum á meðan á keppnum Formúlu 1 stendur og geta slík samskipti oft verið erfið. Samband Hamilton og Adami er nýtt af nálinni en Bretinn hafði átt gott samstarf með Peter Bonnington á meðan á tíma hans stóð hjá Mercedes. Aðspurður um hvort það væri eitthvað óútkljáð milli sín og Adami þvertók Hamilton fyrir það. „Ég hef orðið var við þessar sögusagnir. Þetta er kjaftæði. Við eigum gott samstarf,“ svaraði Hamilton en um komandi helgi fer fram keppnishelgi á Spáni. „Það er frábært að vinna með honum. Hann er frábær gæi og við erum að leggja hart að okkur en stundum náum við ekki settu marki hverja helgi.“ Auðvitað erum við ósammála þegar kemur að ákveðnum hlutum, líkt og er í öllum samböndum en við leysum þann ágreining. Við erum í þessu saman, viljum báðir vinna meistaratitil saman og lyfta liðinu upp á næsta stig.“
Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira