„Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2025 09:31 Daníel Guðni verður næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus-deild karla. vísir/sigurjón Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann segir starfið sé stórt og því fylgi alltaf ákveðin pressa. Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira