Slæmt að fá hret á varptíma Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. júní 2025 12:28 Spáð er vonskuveðri um allt land en kuldi sem fylgir því gæti reynst ungum sem nýskriðnir eru úr eggjum erfiður. Vísir/Anton Vegir gætu lokast og samgöngur raskast þegar vonskuveður gengur yfir landið í dag og á morgun. Fuglafræðingur segir hretið sem spáð er geta haft veruleg áhrif á fuglalífið þar sem ungar séu nú margir nýskriðnir úr hreiðrum. Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“ Veður Fuglar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Veðrið er þegar byrjað að ganga yfir landið en gular veðurviðvaranir tóku gildi á Norðurlandi í hádeginu. Í nótt á veðrið að versna enn frekar en þá má búast við hvassviðri. Appelsínugular og gular veðurviðvaranir taka þá gildi um nær allt land. „Þetta verður eiginlega leiðinlegast í nótt svona úrkomulega séð upp á snjókomu og slyddu. Á morgun hins vegar er þetta meira rigning á láglendi og þá líka fer að taka upp þennan snjó þarna í fjallahæð. Þannig það verða þá miklir vatnavextir á norðan og austanverðu landinu en aftur á móti hérna sunnan og vestan til sleppum við miklu betur. Nema þá að það verður ansi hvasst á köflum og mjög hvass undir Vatnajökli,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vegagerðin beinir því til fólks sem ætlar að vera á ferðinni að fylgjast vel með spám þar sem líkur séu á samgöngutruflunum og að vegir lokist jafnvel um tíma. „Þetta er leiðindaveður. Náttúrulega víða búið að sleppa fé þannig að lömb þola nú ekki mikla vosbúð. Svo eru þetta almennt svona fjallvegirnir sem verða þá með krapa og snjó.“ Snjórinn erfiður ungunum Fuglalíf er nú víða í miklum blóma eftir gott vor. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir unga sem ný skriðnir eru úr hreiðrum berskjaldaða fyrir kuldanum. „Það er náttúrulega búin vera einmunatíð síðan einhvern tímann í lok apríl byrjun maí og allir fuglar löngu orpnir og liggja annað hvort á eggjum eða eru komnir með unga. Svona hret hafa mjög slæm áhrif sérstaklega á mófuglana. Ef það snjóar eða rignir mjög mikið og hvasst og kalt með þá afrækja þeir unga eða egg eða ungarnir drepast og þeir sem liggja á afrækja hreiðrin. Ef hretið er mjög hart þá drepast líka fullorðnu fuglarnir.“ Víða eru ungar skriðnir úr eggjum. Vísir/Vilhelm Hret líkt og það sem spáð er hafi alltaf töluverð áhrif á fuglalífið. „Þetta var miklu verra í fyrra þá meira og minna snjóaði linnulítið hér norðaustanlands í fimm eða sex daga. Þá drápust fuglar þúsundum saman mófuglar og allt varp fór fyrir bý. Ég held að það sé ekki svoleiðis í uppsiglingu núna en það kemur í ljós þegar veðrið er afstaðið hversu hart það hefur verið.“
Veður Fuglar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira