UEFA breytir reglu í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 20:31 Marquinhos, fyrirliði Paris Saint-Germain, fagnar sigri franska liðsins í Meistaradeildinni á Allianz Arena í München um síðustu helgi. Getty/Xavier Laine Knattspyrnusamband Evrópu er ekki hætt að fikta í reglum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Meistaradeildin fór í vetur fram í fyrsta sinn undir nýju fyrirkomulagi og breytingarnar þóttust heppnast mjög vel. Félögum var fjölgað um fjögur, upp í 36, og liðin spiluðu öll í einni deild. Átta efstu liðin komust beint í átta liða úrslitin en liðin í sætum níu til 24 spiluðu síðan um hin átta sætin í sextán liða úrslitunum. UEFA ætlar að gera eina breytingu á reglu sem sér til þess að félögin græði enn meira á því að enda í einu af átta efstu sætunum. Hér eftir verður það þannig að liðin í átta efstu sætunum verða með heimavallarrétt fram í undanúrslitin. Það þýðir að þau munu fá seinni leikinn á heimavelli sínum og þar með framlengingu eða vítakeppni á heimavelli þurfi slíkt til að ná fram úrslitum. Á síðasta tímabilið þá voru þau á heimavelli í sextán liða úrslitunum en drátturinn var frjáls eftir það. Nú fá þessi topp átta lið seinni leikinn á heimavelli fram í undanúrslitin. Í undanúrslitum í ár komust Paris Saint-Germain og Internazionale áfram í úrslitaleikinn eftir að hafa verið bæði á heimavelli í seinni leik undanúrslitanna. Þau slógu þarna út Arsenal (3. sæti) og Barcelona (2. sæti) sem enduðu ofar í deildarkeppninni. Samkvæmt þessari nýju reglu þá hefðu Arsenal og Barcelona verið á heimavelli í seinni leiknum en ekki öfugt. Mótanefnd Meistaradeildarinnar er búin að samþykkja þessa reglubreytingu en hún verður þó ekki endanleg fyrr en framkvæmdanefnd UEFA vottar hana á fundi sínum í haust. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að framkvæmdanefndin grípi eitthvað í taumana. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Meistaradeildin fór í vetur fram í fyrsta sinn undir nýju fyrirkomulagi og breytingarnar þóttust heppnast mjög vel. Félögum var fjölgað um fjögur, upp í 36, og liðin spiluðu öll í einni deild. Átta efstu liðin komust beint í átta liða úrslitin en liðin í sætum níu til 24 spiluðu síðan um hin átta sætin í sextán liða úrslitunum. UEFA ætlar að gera eina breytingu á reglu sem sér til þess að félögin græði enn meira á því að enda í einu af átta efstu sætunum. Hér eftir verður það þannig að liðin í átta efstu sætunum verða með heimavallarrétt fram í undanúrslitin. Það þýðir að þau munu fá seinni leikinn á heimavelli sínum og þar með framlengingu eða vítakeppni á heimavelli þurfi slíkt til að ná fram úrslitum. Á síðasta tímabilið þá voru þau á heimavelli í sextán liða úrslitunum en drátturinn var frjáls eftir það. Nú fá þessi topp átta lið seinni leikinn á heimavelli fram í undanúrslitin. Í undanúrslitum í ár komust Paris Saint-Germain og Internazionale áfram í úrslitaleikinn eftir að hafa verið bæði á heimavelli í seinni leik undanúrslitanna. Þau slógu þarna út Arsenal (3. sæti) og Barcelona (2. sæti) sem enduðu ofar í deildarkeppninni. Samkvæmt þessari nýju reglu þá hefðu Arsenal og Barcelona verið á heimavelli í seinni leiknum en ekki öfugt. Mótanefnd Meistaradeildarinnar er búin að samþykkja þessa reglubreytingu en hún verður þó ekki endanleg fyrr en framkvæmdanefnd UEFA vottar hana á fundi sínum í haust. Það verður þó að teljast afar ólíklegt að framkvæmdanefndin grípi eitthvað í taumana.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira