Kalla út snjóruðningstæki og bændur koma búfé í skjól Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 2. júní 2025 19:37 Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Samsett/Vilhelm Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst vegna yfir vegna norðanáhlaups sem spáð er næsta sólarhringinn. Búist er við samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám. Bændur hafa unnið að því í allan dag að koma búfénu í skjól. Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“ Veður Samgöngur Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Fyrstu veðurviðvaranirnar tóku gildi klukkan tíu í morgun á Norðausturlandi en óvissustig almannavarna tók gildi klukkan sex síðdegis. Fyrstu appelsínugulu viðvaranirnar taka gildi á miðnætti á Austurlandi en einnig fara í gildi appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Með lægðinni á að koma töluverð úrkoma, mögulega í formi snjókomu. Ferðalangar fylgist vel með vegalokunum Veðrið gæti haft töluverð áhrif á samgöngur víðs vegar um landið og meðal annars er búið að kalla út snjóruðningstæki. „Vanalega erum við ekki að sinna snjómokstri á þessum tíma þó við höfum gert það í fyrra akkúrat á sama tíma. Við fórum strax í það um helgina þegar það var útséð að þetta veður væri að koma og höfum verið í allan dag að undirbúa verktaka og bíla til að geta sinnt snjómokstri og hálkuvörnum. Við erum komnir með 22 bíla sem verða tilbúnir í vakt í nótt, í fyrramálið og fram eftir degi,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Búist er við mestum snjó, krapi og slyddu á fjallvegum frá norðanverðum Vestfjörðum og alveg austur fyrir land að sögn Bergþóru. „Norðuausturhornið verður kannski verst úti en síðan verður jafnframt hvasst á Suðausturlandi og við höfum miklar áhyggjur af því líka að sunnan við Vatnajökul geti veðrið orðið mjög vont á morgun og þar gætu orðið lokanir á vegum. Líka þó ekki sé snjókoma,“ segir hún. Hún biður vegfarendur um að skipuleggja ferðir sínar vel og fylgjast með hvort vegir séu opnir. Þá þurfi að huga að því hvort farartæki séu nægilega vel búin til að leggja af stað í ferðalag. „Þó svo við verðum með bíla í fyrramálið er gott að hinkra og taka stöðuna áður en farið er af stað í fyrramálið hvort búið sé að hreinsa helstu leiðir,“ segir hún. Bændur koma kindunum inn Bændur á Norðurlandi hafa verið að undirbúa sig í allan dag, til að mynda að koma öllum kindum inn í hús. „Við eigum hér eitthvað rúmlega þúsund hausa og ég held að þeir séu nærri allir komnir inn,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal. „Það er komið mjög mikið gras á túnin og styttist í slátt. Eftir frábæran maí ætluðum við að fara sleppa og njóta sumarsins en það verður einhver bið á því.“ Sæþór segir það jákvætt hve hratt veðrið eigi að fara yfir. „Við lentum í djöful í fyrra. Akkúrat á þessum dögum í júní fengum við bara stórhríð nánast í fimm daga. Það var slæmt og gríðarlegt tjón sem það olli. En ég held nú að þetta verði skárra,“ segir hann. „Þetta er nú einu sinni Íslands, það snjóar í öllum mánuðum, það getur farið í tuttugu stiga hita í öllum mánuðum. Við verðum bara að vera svolítið léttir á því og fylgja árstíðunum, eða ímynduðum árstíðum.“
Veður Samgöngur Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira