Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. júní 2025 21:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að unnið sé að því að tryggja varaleiðir í greiðslumálum svo Íslendingar séu ekki háðir útlöndum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“ Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“
Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent