Brynjar skiptir Aroni út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 19:38 Brynjar ætlar ekki að leggja hljóðnemann á hilluna heldur einfaldlega að finna sér nýjan Club. Vísir Brynjar Barkarson ætlar að ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins Jónassonar úr raftónlistartvíeykinu ClubDub að marka endalok sveitarinnar. Hann hyggst fara af stað með þætti sem bera nafnið „Leitin að Club“ þar sem hann sýnir frá áheyrnarprufum þar sem umsækjendur keppast um að vinna sæti Arons í ClubDub. Frá þessu greinir Brynjar í hringrásarfærslu á Instagram í kvöld. Hann segir að einum heppnum umsækjanda, sem takist að heilla hann, fái að taka með honum lagið undir nafni ClubDub á þjóðhátíð. Fréttastofa hafði samband við Brynjar og hann segist lítið geta gefið upp að svo stöddu en að hann sé í viðræðum við ýmsa styrktaraðila. Hann lofar því að allt verði upp á tíu. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Brynjar birti þetta í hringrásinni sinni í kvöld.Skjáskot „Þetta er alvöru. Ekki missa af,“ segir hann. Hann segir nánari upplýsinga að vænta um hvenær opnað verði fyrir umsóknir. Lætur að sér kveða á nýjum vettvangi Í fyrradag greindi Aron Kristinn frá því að hann væri hættur í sveitinni á samfélagsmiðlum. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifaði hann. Brynjar hefur verið fyrirferðameiri en áður undanfarið í þjóðfélagsumræðunni. Hann hefur látið til sín taka á vettvangi útlendingamála á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðustu helgi þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á stefnu stjórnvalda í hælisleitendamálum. Hann sagði meðal annars að múslimar sem kæmu hingað til lands væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Í ræðu sinni vísaði hann einnig til þekktra samsæriskenninga og þuldi upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Ólíkar áherslur Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu sé ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni en Brynjar tjáði sig lítillega um málið í streymi sem hann stóð fyrir. Þar sagði hann að þeir ættu enn gott samband en að eðli sveitarinnar hlyti að breytast í ljósi þess að Aron Kristinn er að verða faðir. Þar að auki hafi þeim greint á um hvort þeir sem tónlistarmenn ættu að láta til sín taka á vettvangi þjóðfélagsumræðu. Tónlist Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira
Frá þessu greinir Brynjar í hringrásarfærslu á Instagram í kvöld. Hann segir að einum heppnum umsækjanda, sem takist að heilla hann, fái að taka með honum lagið undir nafni ClubDub á þjóðhátíð. Fréttastofa hafði samband við Brynjar og hann segist lítið geta gefið upp að svo stöddu en að hann sé í viðræðum við ýmsa styrktaraðila. Hann lofar því að allt verði upp á tíu. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Brynjar birti þetta í hringrásinni sinni í kvöld.Skjáskot „Þetta er alvöru. Ekki missa af,“ segir hann. Hann segir nánari upplýsinga að vænta um hvenær opnað verði fyrir umsóknir. Lætur að sér kveða á nýjum vettvangi Í fyrradag greindi Aron Kristinn frá því að hann væri hættur í sveitinni á samfélagsmiðlum. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifaði hann. Brynjar hefur verið fyrirferðameiri en áður undanfarið í þjóðfélagsumræðunni. Hann hefur látið til sín taka á vettvangi útlendingamála á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðustu helgi þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á stefnu stjórnvalda í hælisleitendamálum. Hann sagði meðal annars að múslimar sem kæmu hingað til lands væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Í ræðu sinni vísaði hann einnig til þekktra samsæriskenninga og þuldi upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Ólíkar áherslur Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu sé ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni en Brynjar tjáði sig lítillega um málið í streymi sem hann stóð fyrir. Þar sagði hann að þeir ættu enn gott samband en að eðli sveitarinnar hlyti að breytast í ljósi þess að Aron Kristinn er að verða faðir. Þar að auki hafi þeim greint á um hvort þeir sem tónlistarmenn ættu að láta til sín taka á vettvangi þjóðfélagsumræðu.
Tónlist Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fleiri fréttir Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Sjá meira