Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:01 Gunnlaugur Árni Sveinsson er aðeins tvítugur en þegar farinn að skapa sér nafn á alþjóðlegum vettvangi. Golfsamband Íslands Íslenski kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera góða hluti með alþjóðalega liðinu á Arnold Palmer Cup sem er sterkasta áhugamannamót heims. Gunnlaugur fagnaði sigri í báðum leikjum sínum í fjórmenningi á degi tvö. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Þann fyrri vann hann með hinum norska Michael Alexander Mjaaset. Þeir mættu þar sterkasta pari Bandaríkjanna í Jackson Koivun og Carson Bacha. Koivun er annar á heimslistanum og Bacha situr í því nítjánda. Gunnlaugur og Michael sigruðu bandaríska teymið eftir ótrúlegar seinni níu holur. Í seinni umferð dagsins spilaði Gunnlaugur með hinni öflugu Maria José Marin frá Kólumbíu en hún situr í fimmta sæti á heimslista kvenna. Þau mættu þar Bandaríkjamönnunum Austin Duncan og Kendall Todd. Gunnaugur og Maria voru yfir allan tímann og kláruðu leikinn á sautjándu holunni þegar þau voru komin þremur holum yfir. Gunnaugur hjálpaði því alþjóðlega liðinu að ná í tvö mikilvæg stig í baráttunni. Það má lesa meira um þetta á heimasíðu golfsambandsins. Staðan fyrir lokadaginn er 20-16 fyrir alþjóðlega liðið. Á síðasta keppnisdegi er leikinn tvímenningur. Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Gunnlaugur fagnaði sigri í báðum leikjum sínum í fjórmenningi á degi tvö. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Þann fyrri vann hann með hinum norska Michael Alexander Mjaaset. Þeir mættu þar sterkasta pari Bandaríkjanna í Jackson Koivun og Carson Bacha. Koivun er annar á heimslistanum og Bacha situr í því nítjánda. Gunnlaugur og Michael sigruðu bandaríska teymið eftir ótrúlegar seinni níu holur. Í seinni umferð dagsins spilaði Gunnlaugur með hinni öflugu Maria José Marin frá Kólumbíu en hún situr í fimmta sæti á heimslista kvenna. Þau mættu þar Bandaríkjamönnunum Austin Duncan og Kendall Todd. Gunnaugur og Maria voru yfir allan tímann og kláruðu leikinn á sautjándu holunni þegar þau voru komin þremur holum yfir. Gunnaugur hjálpaði því alþjóðlega liðinu að ná í tvö mikilvæg stig í baráttunni. Það má lesa meira um þetta á heimasíðu golfsambandsins. Staðan fyrir lokadaginn er 20-16 fyrir alþjóðlega liðið. Á síðasta keppnisdegi er leikinn tvímenningur. Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu.
Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira