Alþjóðlegir sérfræðingar ræða baráttuna gegn myglu í Hörpu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júní 2025 12:02 Sylgja Dögg hefur um árabil starfað við að greina raka- og mygluvandræði í húsum og við að stemma stigu gegn þeim. Vísir/Arnar Alþjóðleg ráðstefna um innivist og heilnæmar byggingar hefst í dag í Hörpu. Ráðstefnustjóri segir alveg ljóst að raka- og mygluvandræði séu ekki sér íslensk vandamál en fjöldi erlendra sérfræðinga heldur erindi á ráðstefnunni sem stendur til miðvikudags. Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira