Halla flytur hátíðarávarpið í stað Kristrúnar Árni Sæberg skrifar 11. júní 2025 11:46 Kristrún hefur boðið Höllu að flytja hátíðarávarpið á 17. júní. Vísir/Vilhelm Hátíðardagskrá á Austurvelli á 17. júní verður með breyttu sniði í ár þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið, sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50. Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að á þjóðhátíðardaginn fari fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík og að henni lokinni hefst hátíðardagskrá á Austurvelli. Auk breytingar á flutningsmanni hátíðarávarpsins verði tilhögun nú með þeim hætti að athöfnin verður sýnilegri almenningi en áður. Íhaldsmaðurinn Bjarni vildi ekki víkja Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. Þar færi stjórnmálaleiðtogi sem talaði frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnar eða síns flokks. Sá maður væri því í öðrum sporum en forseti hverju sinni. Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, tók ekki undir þessa hugmynd. „Ég er nú svona íhaldsmaður í grunninn og það er mjög löng hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra ávarpi þjóðina á 17. júní. Mér finnst kannski engin sérstök ástæða til að taka upp þá löngu hefð og endurhugsa hana,“ sagði Bjarni. Kristrún leggur þó blómsveiginn að minnisvarða Jóns Í tilkynningunni segir að hátíðarathöfnin á Austurvelli verði í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV og bein útvarpsútsending verði frá hátíðarguðsþjónustunni klukkan 10:15. Forsætisráðherra muni leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytji ávarp, en venju samkvæmt hvíli leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fari skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð. Frekari upplýsingar um hátíðarhöld og götulokanir í borginni megi nálgast á vefnum www.17juni.is. Dagskrá á Austurvelli á 17. júni, frá klukkan 11: Kórinn Graduale Nobili syngur Yfir voru ættarlandi Forsætisráðherra leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar Kór syngur þjóðsönginn Hátíðarræða forseta Íslands Kór syngur Hver á sér fegra föðurland Fjallkonan flytur ávarp Hornleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika Ég vil elska mitt land Skrúðganga frá Austurvelli í Hóllavallakirkjugarð við Suðurgötu kl. 11.50.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur 17. júní Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira