Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:32 Katrín segir það gríðarlega þýðingarmikið að innan nefndarinnar starfi fólk sem komi frá öllum svæðum Evrópu og búi að þekkingu og reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu. Vísir/Arnar Halldórsson Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“ Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira