Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2025 14:31 Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar. vísir/sigurjón Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin. Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði segir til um það að lífeyrisgreiðslur til öryrkja skuli ekki lækka þrátt fyrir bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Verði frumvarpið samþykkt fá örorkulífeyrisþegar óskerta greiðslu bæði frá lífeyrissjóðum og úr almannatryggingum. Í núverandi kerfi fá öryrkjar að hámarki greidda þá upphæð sem þeir höfðu í tekjur fyrir orkutap þar sem lífeyrir kemur til móts við almannatryggingar. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar, segir frumvarpið verulega vanhugsað og gagnrýnisvert. Benedikt skilaði á dögunum sex blaðsíðna umsögn um frumvarpið þar sem hann fullyrðir að um eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sé að ræða. „Ég hef nú orðað það þannig að þetta er óviljandi aðför gegn samtryggingarkerfi lífeyrissjóðanna. Það er færður peningur frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega úr lífeyrissjóðunum. Þetta eru ekki peningar sem ríkið ræður yfir. Það er ákveðinn sjóður og ef það er einn hópur sem fær meira úr sjóðnum þá þurfum við að taka það frá hinum sem eru þarna. Það er í raun verið að seilast í vasa alls almennings því það er allur almenningur sem á lífeyrissjóðina,“ segir Benedikt í samtali við fréttastofu. Varðar mest þá sem hafa minnstar tekjurnar Fyrirhuguð breyting bitni hvað verst á ellilífeyrisþegum og munu áhrif breytinganna gera vart við sig um leið. „Síðan eru þessu óbeinu áhrif sem munu hafa langtíma áhrif. En allt hefur þetta áhrif í sömu átt sem er að draga úr getu sjóðanna að borga ellilífeyri.“ Benedikt leggur frekar til að ríkið finni aðrar leiðir og nefndir sem dæmi að ríkissjóður greiði öllum öryrkjum ákveðna fjárhæð og lífeyrissjóðirnir tryggi þá það sem verður eftir umfram þá upphæð. Betra væri að halda núverandi kerfi. „Þetta lífeyriskerfi okkar er með þeim bestu í öllum heiminum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það. Við eigum að standa vörð um það og ekki skemma það. Þetta varðar mest þá sem minnstar tekjurnar hafa og eru að vinna erfiðustu störfin. Þetta kemur lítið við þá sem hafa mjög há laun.“ Komi á óvart að sjá fjármálaráðherra leggja þetta til Benedikt segir umrædda breytingu brjóta gegn grundvallarreglu um að enginn skuli betur settur fjárhagslega eftir örorku. Það hafi letjandi áhrif. „Þetta er mjög vont því lög sem er nú búið að samþykkja áttu einmitt að efla atvinnuþátttöku öryrkja en þetta vinnur alveg þvert á móti því. Þegar það er orðinn svona mikill munur á því að vera á bótum og vera í vinnu þá er það ekki hvetjandi.“ Kemur það þér á óvart að fjármálaráðherra Viðreisnar leggi fram þetta frumvarp? „Ég held það komi bara á óvart að sjá einhvern fjármálaráðherra leggja þetta fram. Ég held að menn hafi verið komnir í tímaþröng þegar var farið að huga að lausnum í málunum. Ég held að það snúi ekkert að því í hvaða flokki ráðherrann er að hverju sinni.“ Benedikt tekur fram að fyrirhugaðar breytingar bitni verst á sjóðum verkafólks þar sem örorkubyrðin er þyngri.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira