„Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 11:32 Sandra Sigurðardóttir tók hanskana af hillunni í neyðartilfelli FH. vísir / sigurjón Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Sandra lagði hanskana á hilluna frægu eftir tímabilið 2022, en hefur síðan þá leikið tvo leiki með Val og aðra tvo með Grindavík. Hún á að baki 49 landsleiki fyrir Íslands hönd og ljóst að FH-ingar nældu sér í gríðarlega reynslumikinn markvörð. „Þær voru bara í neyð, þetta kemur upp þegar hún Aldís meiðist. Þannig að það er hringt í mig á þriðjudegi, leikur á föstudegi. [Guðni Eiríksson, þjálfari FH] hitti á mig á góðum tímapunkti og ég sagði bara já, fór á fyrstu æfinguna sama dag og var hræðileg fannst mér... ...Svo er þetta bara fljótt að koma, ég er dugleg að halda mér við með hreyfingu og það hjálpaði mér… Ég myndi ekki segja að ég væri orðin gamla, góða Sandra, ég er með há viðmið á eigin getu en jú kannski smá. Miðað við hvernig ég byrjaði á fyrstu æfingunum, þá var ég mjög ryðguð, en svo bara furðu fljótt fór rykið af mér“ sagði Sandra. FH er í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum frá toppliði Þróttar. Sandra hefur spilað síðustu tvo leikina í deildinni, með ungu og skemmtilegu, léttleikandi liði FH. Sandra er auðvitað afar reynslumikil og á margfalt fleiri leiki en flestar í liðinu, auk aldursára. Hún kemur því inn í hópinn og tekur að sér ákveðið leiðtogahlutverk. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég var ekki búin að fylgjast vel með í sumar en vissi að þær væru sprækar, en svona sprækar hafði ég ekki hugmynd um. Þær eru bara ógeðslega góðar í fótbolta og það er mikil stemning í Krikanum, maður finnur það… Það er gaman að geta komið með einhverja rödd og reynslu“ sagði Sandra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. FH tekur á móti Tindastóli á morgun í níundu umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrikavelli. Leikurinn hefst klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50 Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur-FH 1-4 | Eintóm hamingja hjá FH-konum í Víkinni Víkingur Reykjavík tók á móti FH á Víkingsvelli í 8. umferð Bestu deildar kvenna í dag. FH sigraði leikinn 1-4 og er því með 19 stig eftir átta umferðir og halda FH stelpurnar áfram að berjast í toppbaráttunni. 7. júní 2025 15:50
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn