„Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 08:02 Lando Norris gerði svakaleg mistök sem kostuðu hann og McLaren dýrmæt stig í Kanada. Norris baðst strax afsökunar og kallaði akstur sinn heimskulegan. Getty/Jared C. Tilton Lýsendurnir í formúlu 1 trúði varla því sem þeir heyrðu og sáu í dramtískum tíunda kappastkri tímabilsins. Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn) Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn)
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira